Vefsíðugerð

Mjög aðgengilegt er að gera einfaldar vefsíður en til að þær verði skemmtilegar og geri gagn þarf að vanda undirbúning og alla vinnslu. Hugsa þarf vel út í hvaða efni á að vera á síðunni og hvernig best er að raða því upp. Einnig þarf að muna að allt sem sett er á Netið er á ábyrgð þess sem setur það þar og þarf að lúta almennum kurteisisvenjum. Foraðst ber öll gífuryrði, skammaryrði og blót eða annan dónaskap sem getur sært og meitt aðra.

Vinnuferlið við vefsíðugerð er hægt að skipta í þrjá þætti:

Til að koma efni út á Netið þarf að setja það í form sem vefskoðarar (browsers) skilja. Fomið kallast HTML (Hypertext Markup Language) og bjóða mörg forrit upp á þann möguleika að breyta skrám í html form (Save as web page). En oftast er ekki nóg að taka efnið og setja það beint yfir á vefsíðu, setja þarf efnið upp á þann hátt sem hentar vefnum, vefa efnið. Margskonar hjálpartæki er hægt að nálgast á netinu til að nota við vefsíðugerð en sumir kjósa að skrifa sjálfir allan HTML kóðann og dugar þá einfaldur ritill (editor) eins og Notepad sem fylgir flestum tölvum (Start/Programs/Accessories) en einnig eru til sérstakir ritlar til verksins.

Sem dæmi um hugbúnað til vefsíðugerðar má nefna FrontPage™ sem er hluti af Office pakkanum og Dreamwever™ en einnig fylgir hjálpartól með vefskoðurum t.d. Composer með Netscape og (FrontPage™) með Internet Explorer™, til að aðstoða okkur við verkið. Einnig má nefna forrit til myndvinnslu eins og Paint™ (undir Start/Programs/Accessories), Freehand™ og Photoshop™ og forritið Flash™ til að vinna með hreyfingu á vefsíðu.

Þú skalt kynna þér hvað er til á þeirri tölvu sem þú ætlar að vinna á og sækja þér fleiri forrit ef þú hefur leyfi til þess eða biðja umsjónarmann tölvunnar að útvega þér forrit. Á Netinu má finna ýmis forritt.d. á http://download.cnet.com/  þau sem eru merkt freeware eru ókeypis (stundum bara í ákveðinn tíma) en forrit sem eru merkt shareware þarf að borga eitthvað fyrir en notandinn getur yfirleitt prófað forritið áður en greitt er fyrir það. Mundu að senda greiðslu ef beðið er um það því að ólöglegt er að nota hugbúnað án þess að greiða fyrir hann.

© Ásrún Matthíasdóttir Lára Stefánsdóttir 2001