Um mig



Ég heiti Lára Stefánsdóttir. Ég er fćdd í Reykjavík ţann 9. mars 1957.
Ég ólst upp í Reykjavík, á Sjafnargötunni og í Safamýri og gekk í Álftamýrarskóla. Í níu sumur var ég í sveit og síđar vinnumađur á Neđri Rauđalćk á Ţelamörk í Hörgárbyggđ ţar sem ég á lítiđ kot í dag. Mig dreymdi um ađ verđa bóndi og vildi ćvinlega vera út á landi helst í sveit. Ég sóttist ţví eftir ţví ađ vera í skóla úti á landi, fyrst fór ég í Hlíđardalsskóla 14. ára gömul, síđan ađ Laugum í Reykjadal veturinn 1973-1974 og ţađan í Samvinnuskólann ađ Bifröst 1974-1976.

Áriđ 1977 réđist ég til Landssambands íslenskra rafverktaka (LÍR) og Söluumbođs LÍR, ţar vann ég fyrst viđ almenn skrifstofustörf og innheimtu en frá 1979-1985 sá ég um innflutning og sölu á raflagnaefni. Áriđ 1980 kynntist ég tölvum hjá Söluumbođi LÍR og fór fljótt ađ sjá um tölvu fyrirtćkisins, forritun og fleira.

Ég réđist síđan til Microtölvunnar 1986 í almenna tölvuţjónustu, einfaldar viđgerđir og viđhald hugbúnađar. Síđan sem framkvćmdastjóri Axel hugbúnađar 1987-1988. Á sama tíma stundađi ég nám viđ HÍ og tók ţar áfanga í tölvunarfrćđum. Áriđ 1988 fór ég ađ kenna viđ Fjölbrautaskólann viđ Ármúla (FÁ) í hlutastarfi og lauk prófi í kerfisfrćđi frá Tölvuháskóla VÍ voriđ 1989. Síđan kenndi ég tölvufrćđi viđ FÁ til vorsins 1992. Lauk síđan prófi í uppeldis og kennslufrćđi frá Háskóla Íslands 1992, 30 eininga framhaldsnámi í uppeldis- og menntunarfrćđum 1999 og meistaraprófi voriđ 2002 međ rannsóknarverkefni um fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri.

Voriđ 1992 fór ég í samstarf viđ Pétur Ţorsteinsson frá Kópaskeri en viđ stofnuđum Íslenska menntanetiđ ásamt Birni Ţór Jónssyni og Jóni Eyfjörđ. Hófst ţá mikiđ ćvintýratímabil viđ ađ sannfćra íslenskt menntafólk um ađ nota Internetiđ. Ţar var ég til ársins 1995 er ég fór ađ starfa sjálfstćtt viđ sérfrćđivinnu í tengslum viđ upplýsingatćkni og menntun. Ţađ gerđi mér síđan kleift ađ flytja til Akureyrar 1996 og uppfylla ţar međ langţráđan draum um ađ komast út á land ţví vinnan mín var öll á Netinu og hćgt ađ vinna hvađan sem var.

Áriđ 1998 tók ég viđ starfi sem deildarstjóri upplýsingatćknideildar Menntaskólans á Akureyri til ađ byggja upp hagnýtingu upplýsingatćkni í skólanum. Ţegar ţví verkefni lauk 2001 fór ég aftur ađ vinna sjálfstćtt en fór síđan ađ vinna hjá tölvufyrirtćkinu Ţekkingu haustiđ 2002, ţegar ţeir eigendur keyptu tölvufyrirtćkiđ Stefnu fór ég ţangađ sem verkefnisstjóri. Eigendurnir keyptu síđan Tölvuskólann Ţekkingu og varđ ég ţá framkvćmdastjóri hans voriđ 2006.


Ég var formađur 3F - Félags um upplýsingatćkni og menntun 1990 - 1992 og síđan aftur frá árinu 2000. Einnig hef ég veriđ í norrćnum nefndum á vegum menntamálaráđuneytisins, um Norrćnt skólanet (1994-1995), Fullorđinsfrćđslu og nýja tćkni (1992-1994), IDUN I og II (informationsteknologi og datapedagogik i undervisningen) 1995-2001).

Ég hef tekiđ ţátt í Kidlink samskiptaverkefninu frá 1992, var međstofnandi Kidlink Society 1996 og í stjórn ţess fyrir hönd Evrópu frá 1996-1998. Ađstođarstjórnandi verkefnisins 1995-1999.
Markmiđ verkefnisins er ađ gera ungmennum um allan heim tćkifćri til ađ kynnast og lćra saman. Börn frá 152 löndum hafa tekiđ ţátt í Kidlink frá upphafi 1992, viđ höfum 86 umrćđusvćđi á 19 tungumálum. Kidlink verkefniđ hefur hlotiđ verđlaunin "The Cyber Golden Hearts" Online Learning Award of Special Merit from SIGTel/ISTE (May 2002). Fyrstu verđlaun í Global Junior Challenge (2000): "Educational projects for users up to 18 years old". Fyrstu verđlaun í the Global Bangemann Challenge's "IT in all kinds of education" (1999). Alţjóđabankinn styrkir Kidlink í Brasilíu (2001). Menntamálaráđuneyti Bandaríkjanna mćlir međ Kidlink í "Teacher's Guide to International Collaboration on the Internet."

Ég hef haldiđ fyrirlestra um hagnýtingu upplýsingatćkni og sérstaklega Netsins hér heima á Íslandi sem og á Álandseyjum, í Bandaríkjunum, Brasilíu, Bretlandi, Danmörku, Fćreyjum, Noregi, Perú, Puerto Rico, Rúmeníu, Slóveníu og Svíţjóđ. Einnig hef ég heimsótt KHouse sem eru verkefni okkar međ götubörnum í Brasilíu og Mexíkó.

Auk ofantalins má nefna verkefni sem ég hef unniđ (stór og smá) sem hafa m.a. veriđ fyrir: BBC, Endurmenntunarstofnun HÍ, Framvegis, Heimili og menntir, Íslenska menntanetiđ, Leikskólann Klappir, Menntaskólann á Akureyri, Menntamálaráđuneytiđ, Menntaskólann viđ Hamrahlíđ, MIRK (Slóvneskt fyrirtćki, samstarf kennara og menntamálaráđuneytis Slóvena), Telia (sćnskt símafyrirtćki) o.fl.

Áriđ 2003 tók ég ţátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í norđausturkjördćmi og tók ţá ţriđja sćti á lista fyrir alţingiskosningarnar. Sama ár sat ég á ţingi sem fyrsti varaţingmađur og gat ţar nýtt reynslu mína og áhuga á menntamálum, samgöngumálum og tćkni og flutti ţar nokkur mál.
Ég ákvađ ađ bjóđa mig fram í annađ sćti á lista Samfylkingarinnar fyrir alţingiskosningarnar 2007 ţví ég hef mikinn áhuga og metnađ til ţess vinna fyrir fólkiđ í landinu og gera samfélagiđ okkar betra.

Ég var gift Gísla Gíslasyni frá Ólafsfirđi okkar börn eru Hilda Jana Gísladóttir fréttamađur á RÚV og Gísli Tryggvi Gíslason verslunarstjóri Samkaupa á Blönduósi. Einnig á ég ţrjár ömmustelpur, Hrafnhildi Láru, Ísabellu Sól og Sigurbjörgu Brynju. Frábćr tengdabörn ţau Ingvar Má Gíslason markađsstjóra hjá Norđlenska og Söndru Kristinsdóttur nema.

Fyrir ţá sem hafa áhuga á ćttfrćđi ţá eru móđurforeldrarnir frá Snćfellsnesi, Magnfríđur Sesselja Sigurbarnardóttir sem vann í mötuneyti á Blađaprent frá Hellnum og Tryggvi Bjarni Elímundur Kristjánsson sjómađur frá Ólafsvík. Föđurforeldrarnir eru síđan Lára Jóhannsdóttir frá Sveinatungu í Borgarfirđi lífskúnstner og kremgerđarkona og Jóhann Gunnar Stefánsson framkvćmdastjóri Olíufélags Íslands (Esso) sem fćddist á Hvammstanga.

Systkinin eru tvö, Fríđur Birna Stefánsdóttir (Fífa) sem vinnur hjá Maritech og Jóhann Gunnar Stefánsson framkvćmdastjóri hjá Háfelli.

Síđan má ekki gleyma heimilisdýrunum, hundinum Káti Mikla Kolbeinssyni sem heitir Kátur ţví allir hundar í sveitinni hétu Kátur, Mikli af ţví hann fannst á Miklubrautinni og Kolbeinsson eftir uppáhaldssögupersónunni í Tinnabókunum. Síđan er á heimilinu kötturinn Emilía sem bćđi veiđir hettumáf og rjúpu.

Helstu áhugamálin eru tengd handverki ýmiskonar s.s. keramik og glerbrćđslu en mest ljósmyndun en ég ferđast mikiđ til ađ taka myndir. Einnig finnst mér gaman ađ vera í kotinu mínu ađ Rjúpnaholti, rćkta tré, og semja tónlist. Ég les gríđarlega mikiđ í frístundum og ţá helst bćkur eftir Tolkien, Rawlings, Jordan, Goodkind o.fl. sem skrifa ćvintýri. Ţađ er góđ hvíld eftir lestur frćđibóka ég á jafnvel til međ ađ lesa góđa bók oft.


Lára Stefánsdóttir
Brekkugata 43
600 Akureyri
Ísland / Iceland
GSM: +896-3357
lara@lara.is

Knúiđ af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörđur
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift ađ vefdagbók Áskrift ađ vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.