« Komin með myndaalbúm | Aðalsíða | Mynd send með síma »

Sunnudagur 27. júlí 2003

Ruslpóstur

Ruslpóstur er gersamlega óþolandi. Þrátt fyrir að ég sé með ruslpóstssíur á báðum pósthólfunum sem ég nota þá veður þetta yfir mig. Á tveimur vikum hafa verið síuð út 450 bréf frá öðru hólfinu og þrátt fyrir það hefur ýmislegt smogið í gegn. Það sem verra er stundum rekst ég á að það er sendur ruslpóstur frá netfanginu mínu!!!


Þrátt fyrir að lítið komi inn af þessu rusli frá Íslandi þá eru línurnar til Íslands greinilega notaðar í þessar sendingar og því hagsmunamál okkar að losna við ruslpóst með öllum tiltækum ráðum. Því er brýnt að setja lög í þessu sambandi. Ég sá í fréttabréfi Tæknivals frá 23. 7. er fjallað um setningu slíkra laga í Ástralíu en þar segir:

"Ríkisstjórn Ástralíu ætlar með lögum að banna óumbeðinn auglýsingapóst – svonefndan ruslpóst – síðar á árinu. Samskipta- og upplýsingatækniráðherra stjórnarinnar greindi frá þessum fyrirætlunum í dag. Óvíst er þó að slík lagasetning breyti miklu í umfangi ruslpósts því nýleg könnun sýnir að aðeins 0.5% slíkra póstsendinga til ástralskra Netnotenda er upprunninn í Ástralíu. Lögin ná hins vegar ekki til ruslpósts sem berst annars staðar frá en ríkisstjórnin svarar því til að hún taki þátt í samvinnu þjóða á alþjóðavettvangi að lausnum til að sporna gegn ruslpóstinum." Frekari upplýsingar má finna á ZDNet skv. upplýsingum úr fréttabréfinu.

kl. |Pólitík

Álit (1)

Þetta er hlutur sem er búið að gera mig hálf brjálaðan og það versta er að þetta er verst á netfangi stofnunarinnar þar sem ég vinn og ekki hægt að breyta því þó ég vildi.
Tek heilshugar undir þörfina fyrir því að gera einhverjar ráðstafanir til að sporna við þessu.

Stulli

Þriðjudagur 29. júlí 2003 kl. 10:27

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.