« Inga Rannveig og Birna Sísí | Aðalsíða | Talblogg af kerfisstjórafundi »

Föstudagur 24. október 2003

Kerfisstjórafundur

Í dag og á morgun er haldinn fundur kerfisstjóra í framhaldsskólum á vegum 3F- Félags um upplýsingatækni og menntun. Á fundinum sem haldinn er í húsnæði Opinna kerfa eru yfir 20 kerfisstjórar víða af landinum sem bæði hlusta á fyrirlestra og miðla þekkingu sinni hver til annars.


Kerfisstjóri í framhaldsskóla getur nánast gengið að því vísu að hann mun ekki komst yfir að sinna starfi sínu. Engu fyrirtæki dytti í hug nema skóla að hafa jafn lítinn mannafla við tölvukerfin og raun ber vitni. Einn maður á að sjá um kerfi fyrir 300 til yfir eitt þúsund notendur, kannski tveir en þá ekki báðir í fullu starfi.

Tölvur skólanna eru síðan frá því um hundrað upp í nánast þúsund vélar og jafnvel meira en það. Einhvern tíman heyrði ég að það þætti eðlilegt að hafa einn kerfisstóra fyrir hverja 60 notendur sem þá voru líklega allir með tölvu. Ekki einfaldast hlutirnir þegar margir eru að ganga um sömu tölvurnar.

Kerfisstjórar hafa fundið margar leiðir til að ráða við starfið, að sumu leyti má segja að þeir hafi dregið úr kröfum, teikningar af kerfum eru stundum ekki til, kerfislýsingar vantar og mikið magn upplýsinga býr í kolli kerfisstjórans. Komi eitthvað fyrir hann eða hann hættir getur það komið upp að erfitt sé fyrir annan að taka við kerfinu.

Oft felst starfið einfaldlega í því að keppast við að stökkva þar sem vandamálin eru hvert og eitt og reyna að leysa þau. Sjaldan gefast stundir til að dvelja við, velta fyrir sér, lesa sér til, ráðgast við aðra eins og nauðsynlegt er.

Tölvukerfi framhaldsskólanna eru alla jafna frekar flókin, bæði er að keyra þarf afar fjölbreyttan hugbúnað bæði varðandi rekstur, nemendabókhald sem og sérhæfðan kennsluhugbúnað í fjölmörgum kennslugreinum s.s. eðlisfræði, stærðfræði, tungumálum og mörgu fleiru.

Fundur kerfisstjóranna er því mikilvægur vettvangur skoðanaskipta fyrir kerfisstjóra framhaldsskólana. Þar geta þeir kynnst lausnum annarra, miðlað eigin reynslu og þar af leiðandi byggt um meiri þekkingu eftir fundinn.

Það er því alltaf mikil ánægja að sækja þessa fundi og er afar ánægjulegt að vera formaður 3F - Félags um upplýsingatækni og menntun á þessum fundum. Ég vil einnig nota tækifærið til að þakka Opnum kerfum fyrir að leggja til húsnæði, kaffi og meðlæti ásamt góðum fyrirlestrum.

kl. |UT

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.