« Dagur selur kerti | Aðalsíða | Snjór á Akureyri »

Laugardagur 1. nóvember 2003

Landsfundur Samfylkingarinnar

Nú stendur yfir landsfundur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Samflokkskona mín frá Austurlandi horfði yfir salinn og sagði "mikið er gott að sjá svona marga Samfylkingarmenn" og sannarlega er það gott. Við getum verið stolt yfir þessum fjölmenna fundi, þeim áhuga, þeirri elju og krafti sem hér birtist.


Yfirskrift fundarins er "Verk að vinna" og svo sannarlega er verk að vinna í íslenskum stjórnmálum í dag. Eftir langan tíma gamalla stjórnmálaflokka í ríkisstjórn hefur margt aflaga farið og áherslur á sömu mál verið of lengi við lýði. Enda birtist þreyta þingmanna stjórnmálaflokkanna, jafnvel þeim nýju og þeim gömlu í því að þeir nenna varla í ræðustól á þingi til að ræða mikilvæg málefni okkar sem búum á Íslandi. Jafnvel birtast þeir ekki í þingsal, þeir eru vanir að ráða, vanir að stjórna og upplifa að engum komi lengur við hvernig þeir gera hlutina nema þeim sjálfum.

Eljusemi þingflokks Samfylkingarinnar skiptir því miklu, stöðugt minna á mikilvæga málaflokka, úrbætur, breytingar og allt það sem getur stuðlað að öflugri þróun í íslensku samfélagi. Samfélagi sem á mörgum sviðum býr við stöðnun og jafnvel afturhald. Eitt sinn skipti "frelsi" máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn, slíkt frelsi sést ekki í stöðugu eftirliti á menntakerfi landsins. Frelsið birtist ekki í viðskiptum þar sem fjármagn og fyrirtæki hafa horfið og örfáir hafa möguleika á fyrirtækisrekstri í dag. Lítil og meðalstór fyrirtæki á íslenskan mælikvarða hafa horfið hvert af öðru. Um allt land eru það sömu matvörufyrirtækin, sömu apótekin, sömu byggingavöruverslanirnar allt á hendi fárra eigenda. Þetta er ekki frelsi, þetta er heldur ekki samkeppni, þetta hét í hagfræðináminu mínu fákeppni og er í mínum huga um margt ávísun á afturhald.

Ég er því stolt af því að sitja þennan landsfund, fund fjölda manna og kvenna sem vilja vinna að úrbótum og uppbyggingu íslensks samfélags með jöfnuð manna í huga. Jöfnuð allra sem byggja Ísland í dag.

Samfylkingin skiptir ekki bara máli - hún skiptir meginmáli á Íslandi í dag.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.