« Við Davíð erum hissa | Aðalsíða | Í Reykjavík »

Mánudagur 24. nóvember 2003

Víkingalottó og Kaupþing Búnaðarbanki

Ég er ekki viss um að ég hafi heyrt rétt í Kastljósinu í gær. Sagði Sigurður Einarsson það virkilega að líkurnar á að græða á hlutabréfum sem keypt eru undir markaðsvirði í Kaupþingi Búnaðarbanka væru svipaðar því að kaupa sér miða í Víkingalottó? Er það jafngild fjárfesting????

kl. |Pólitík

Álit (4)

Jón Ingi:

Já hann sagði það blessaður...ég skil ekkert í jafn reyndum fjármálamanni að vera í slíkum bullsamningum.

Kannski hann hafi samið um að fá laun ef myndun lægða á Karabíska hafinu væri með sérstökum hætti annars væri hann kauplaus. Er óhætt að fela mönnum sem gera svona vitlausa samninga fyrir sig að passa peninga annarra ? Þetta bull í manninum í gærkvöldi er að sjáfsögðu móðgun við heibrigða skynsemi.

Mánudagur 24. nóvember 2003 kl. 13:59

Fífa sys:

Það er skelfing til þess að hugsa að mikið sé um svona stjórnendur í þjóðfélaginu. Orðnir firrtir af sínu Matadorspili

Mánudagur 24. nóvember 2003 kl. 16:08

Jahá, hann sagði þetta sumsé, ég var eiginlega orðin viss um að ég væri orðin rugluð. En þetta hlýtur að auka kaup á miðum í Víkingalottó menn hljóta að selja hlutabréf í gríð og erg og kaupa miða þar. Enda er Sigurður talinn einn af okkar helstu gáfumennum um fjársýslu, ég bara vissi ekki að Víkingalottóið væri jafn áreiðanlegt og Kaupþing Búnaðarbanki eða að hlutabréf í honum hefðu sama arðsemishlutfall og Víkingalottó.

Ég held bara fast um netáskriftina mína að þessum þremur röðum í Víkingalottóinu og upplifi að ég eigi hlutabréf í banka.

Ójá...

Mánudagur 24. nóvember 2003 kl. 16:15

Jóhanna:

Já það voru auðvitað mikil mistök að gera kaupaukasamning sem er jafn arðbær og víkingalotto, hefur rekstur bankans verið algjört lotto undangengin ár, hvaða lán er yfir mönnunum. Elsku drengirnir sem stunda viðskipi á hinum frjálsa markaði geta auðvitað ekki búið við það að stjórnmálamenn, verkalýðshreyfing og almenningur hafi málfrelsi, það sjá nú allir, það fer alls ekki saman tjáningarfrelsi og frelsi til að fá sé kaupauka að eigin vali í ný einkavæddum auðugum ríkisbanka, sem þjóðin hefur aunglað saman í á löngum tíma. Það er eins og ég segi stundum við krakkanna mína, óréttlæti heimsins eru engin takmörk sett :-)

Þriðjudagur 25. nóvember 2003 kl. 01:15

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.