« Þingmenn - Stóriðja við Húsavík | Aðalsíða | Í Menntaskólanum í Kópavogi »

Miðvikudagur 28. janúar 2004

UT2004

ut-2004-logo-litid-75x65.jpg Nú fer að líða að UT2004 ráðtefnunni sem haldin verður í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 5. og 6. mars n.k. Menn eru að gera ráð fyrir að hátt í 2000 manns muni mæta sem er frábært. Við hjá Þekkingu verðum þar með kynningu á okkar þjónustu og það verður þrælgaman.


UT ráðstefnurnar hafa verið miklu öflugri en bjartsýnustu menn þorðu að vona, þar mæta þeir sem hafa verið að vinna verkefni á þessu sviði, þeir sem vilja kynna sér hugmyndir og möguleika sem og þeir sem vilja kynna hitt og þetta.

Stundum hafa heyrst þær raddir að menntamálaráðuneytið ætti að halda viðlíka ráðstefnur um annað efni sem væru af þessari stærðargráðu. Ráðuneytið er að halda aðrar ráðstefnur en engin þeirra hefur komist nálægt þessari í vinsældum. Því væri synd að hrófla við ráðstefnu sem hefur þessar vinsældir. Ráðstefnan snýr ekki bara að upplýsingatækni heldur þróun viðfangsefna í fjölmörgum kennslugreinum fyrir allan aldur og þar með kynnast þátttakendur því fjölmarga sem er að gerast. Upplýsingatækni er verkfæri nútímans og þeir kennarar sem hafa náð að halda sér í nútímanum eru að nota hana í eðlilegu samhengi við viðfangsefni nemenda hverju sinni. Sumir hafa keyrt sig um of og gefast upp, aðrir kljást við tækniörðugleika og líður illa en þar sem tækni, vinnuframlag og kennsluhæfni eru saman í verkefninu þá má finna verkefni sem unaður er að sjá. Oft felst það besta í einföldum úthugsuðum lausnum og þeim þurfum við að miðla.

kl. |UT

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.