« Aðalfundur KEA | Aðalsíða | Jarðsig við Grenilund »

Fimmtudagur 29. apríl 2004

KEA

Ég sótti aðalfund KEA í gærkvöldi og var mjög ánægð með stefnu samvinnufélagsins um að beina kröftum sínum til byggðafestuverkefna á svæðinu frá Siglufirði til Húsavíkur og um Mývatnssveit. Samvinnufélag er einmitt rétta formið til að sameina krafta heimamanna óháð viðfangsefnum eða stjórnmálaviðhorfum til að efla atvinnu og menningarlíf á svæðinu.


Stjórn félagsins hafði lýst yfir því við iðnaðar- og viðskiptaráðherra að KEA væri tilbúið til samstarfs um verkefni á svæðinu og vísaði til skýrslu nefndar um byggðamál. Þar er stungið upp á fjórum klösum til að efla á svæðinu og einmitt rétta leiðin að skilgreina megin áherslur þannig að fé nýtist sem best.

KEA hefur gengið í gegnum miklar breytingar og oft hefur verið harla erfitt en kraftmikið fólk hefur leitt samvinnufélagið í gegnum þá örðugleika og í þá stöðu að KEA getur virkilega haft áhrif í heimabyggð. Vil ég nefna m.a. áherslu á Vaðlaheiðargöng eða s.k. Greið leið sem tryggir atvinnu- og athafnasvæði yfir félagasvæði KEA. Í stað þess að íbúar hugsi í stöðum þá eflir þetta möguleika okkar til að hugsa í svæðum þar sem aksturstími milli margra svæða er svipaður tími og höfuðborgarbúar þurfa að gera ráð fyrir til að komast til vinnu sinnar á hverjum degi.

Einnig vil ég nefna frumkvöðlanámið við Háskólann á Akureyri þar sem áhersla er lögð á að nemendur geti mótað og markaðssett hugmyndir sínar um leið og þeir stunda nám.

Ég var stolt yfir því að vera kjörin í varastjórn KEA og hlakka til að taka þátt í þeim spennandi verkefnum sem eru framundan.

kl. |Ymislegt

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.