« Konur og pyntingar | Aðalsíða | Kópavogur á fögrum degi »

Mánudagur 10. maí 2004

Óregla og hlýðni?

Undanfarið hafa tvö hegðunareinkenni verið áberandi í stjórnmálum á Íslandi. Annarsvegar óregla þar sem farið er á svig við lög og reglur, túlkun hvers fyrir sig og dómar um brot á ráðningum. Hinsvegar er það hlýðni og þá sérstaklega þeirra ungu manna sem einhverjir töldu að myndu hafa áhrif í Sjálfstæðisflokknum í átt til frjálshyggju, það var engin ástæða til þess þetta eru hinir hlýðnustu piltar.


Ég velti því hinsvegar fyrir mér hvort hlýðni og óregla séu eftirsóknarverðir þættir í íslenskri stjórnsýslu. Akureyrarbær getur farið að setja fjárútlát vegna tapaðra jafnréttismála fast á útgjaldalið við fjárhagsgerð, frændur valdamanna fá stöður þegar hægt er með ítrustu túlkun að ráða ekki þann "heppilegasta". Af þessu lærir þjóðin að það er engin sérstök ástæða til fagmennsku né heldur að fara eftir lögum og reglum, af því hlýtur að leiða óregla varðandi ráðningar hjá opinberum fyrirtækjum og stofnunum því eftir höfðunum dansa limirnir.

Hlýðni er annað fyrirbæri sem virðist orðin svo öflug að minnir mig á reglur á hundanámskeiði þegar ég fór þangað með hann Kát minn hér um árið. Lokaðu munninum og slökktu á símanum - það eru fyrirmælin til hinna myndarlegu ungu Sjálfstæðismanna sem nokkuð vaskir slógust fyrir þingsætum sínum. Nú sitja þeir penir og hlýða, hugsjónirnar alveg gleymdar. Engin umræða leyfð og ekkert múður. Þeir sem ekki hlýða komast ekkert.

Af stjórnvöldum hefur Flugstöð Leifs Eiríkssonar lært að láta fyrirtæki fara sem er með múður og vesen, þeir sem leita réttar síns geta etið það sem úti frýs. Tja eða er eitthvað annað á ferðinni - kannski.

En nútildags virðast bestu eiginleikar manna felast í því að vera afskaplega hlýðnir, hvaða skoðanir sem þeir hafa og síðan óreglusamir gagnvart þeim lögum og reglum sem eiga að gilda. Eru þetta manngildi sem við setjum hæst?

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.