« Í Ólafsvík | Aðalsíða | Á Egilsstöðum »

Föstudagur 20. ágúst 2004

Framsóknarkonur minna hæfar?

Nú breytir aldeilis um, Sjálfstæðismenn setja konur í ríkisstjórn en Framsóknarmenn taka konu úr ríkisstjórn. Þetta eru þónokkur tíðindi enda hefur verið talsverður órói í Sjálfstæðisflokknum lengi með stöðu kvenna og nú endurspeglast það sama úr Framsóknarflokknum. Barátta kvenna fyrir stöðu sinni í stjórnmálum er hörð og því mikilvægt að þær haldi vel á spilum hvar í flokki sem þær standa. Unga þingkonan Dagný Jónsdóttir endurspeglar viðhorf margra ungra kvenna sem trúa því hreinlega ekki að kona sem er jafn hæf eða jafnvel hæfari fái ekki tækifæri meðan jafnhæfur eða jafnvel minna hæfur karlmaður nýtur þeirra. Mikið vildi ég að glansmynd Dagnýjar af veröldinni væri sönn. En líklegt er að myndin fölni þegar reynir á. En viðhorf hennar er þar með skýrt, Sif Friðleifsdóttir er minna hæf en þeir sem eftir standa - þá vitum við það.

kl. |Pólitík

Álit (2)

Þegar þessi unga þingkona var þriggja ára fórum við stundum saman út að labba. Þá var hún ósköp þæg, sagði reyndar fátt en var til í að leiða mig ... Hefur greinilega fengið málið og skoðanirnar síðan í þessa gamla daga. Annars er ég sosum sammála henni um að ekki eigi að velja annað kynið fram yfir hitt, þykir hins vegar skítt að missa Siv sem að mínu viti er bjartasta von flokksins og var langframbærilegasti ráðherra hans. Án þess ég styðji þennan flokk fremur en aðra (kýs ævinlega eftir fólkinu í framboði en er slétt sama um flokka, nema hvað ég kýs náttúrlega ekki Sjálfstæðisflokkinn sem þegar fær alltof mörg atkvæði af þessu heimili).

Föstudagur 20. ágúst 2004 kl. 21:34

Ég get ekki séð að þú sért sammála því að það eigi ekki að velja annað kynið fram yfir hitt. Framsóknarmenn eru að velja annað kynið fram yfir hitt, ég sé ekki í hendi mér að þingkonur flokksins séu minna hæfar en karlráðherrar flokksins. Því sé ég ekki annað en að þau velji frekar karlmenn þó þeir eigi jafn hæfar eða jafnvel hæfari konur. Nema allir séu til í að samþykkja að Sif sé minna hæf en þeir karlar sem eru frá Framsókn í ríkisstjórn.

Mánudagur 23. ágúst 2004 kl. 15:40

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.