« Bjarne í FSN | Aðalsíða | Fjölskyldumynd »

Sunnudagur 5. september 2004

Skrýtin aðferðafræði

Nú ber svo við að Christine Northam frá hjónabandsráðgjafarfyrirtækinu "Relate" í Bretlandi segir vefsíður þar sem fólk getur hitt gamla skólafélaga leiði til skilnaða í auknum mæli og virðist konan nokkuð mædd yfir þessu. Menn hitti gamla ástarfuna á Netinu um leið og hjónabandið er þreytt og sjái gömul ævintýr í rósrauðum bjarma. Á sama tíma kemur í ljós að hjónaskilnaðir hafa ekki verið fleiri frá því að stjórn Tony Blair tók við sem líklega leiddi til "færri" hjónaskilnaða því ekki hefur skilaðatölunni frá 1993 enn verið náð. Svo þar sem Internetið var að vaða inn á almennan markað á þeim tíma mætti með sömu rökum segja að það hafi leitt til fækkunar hjónaskilnaða en það hafi bara dugað í 10 ár.

>

Það er með ólíkindum hverju menn reyna að klína á Internetið í stað þess að líta á gerðir fólks. Má þá ekki segja að flugvélar, bílar og símar leiði til hjónaskilnaða? Ég hef grun um að fólk sem ekki er heiðarlegt í hjónabandi sínu noti þá tækni líka til að leita annað...

Guardian Unlimited | The Guardian | Divorce rate surges as friends are reunited

Her comments came after the Office for National Statistics said that the number of couples getting divorced in England and Wales is higher than at any time since Labour came to power in 1997. It said there were 153,490 divorces last year, an increase of 3.9% since 2002. This was the third successive year of rising divorce rates, since falling back from 157,107 in 1996. The record was 165,018 in 1993.

kl. |UT

Álit (4)

Tölfræðileg fylgni segir ekkert til um orsakatengsl ;) Þetta eiga allir aðferðafræðingar að vita.

Mánudagur 6. september 2004 kl. 14:25

Já þetta er óttalegt bull... mér finnst svo merkilegt þegar menn álykta svona og vísa í tölfræði sem í rauninni segir ekkert til um það sem er verið að ræða.

Svo trúir fólk þessu... sigh.

Mánudagur 6. september 2004 kl. 14:30

Harpa:

Mér finnst að það ætti líka að berjast gegn árgangaafmælum (svona bekkjarjúníon) sem haldin eru í tilefni þess að menn eru enn ofan moldu 10, 20, 30, 40 o.s.fr. árum eftir að þeir fengu hvítu húfuna. Gæti kynt undir hjónaskilnaði. Og fyrst ég minnist á þessi ammælisfyrirbæri þá eru meðlimir ammælisárganga því fyllri sem þeir eru eldri. (Þetta er ekki byggt á neinni rannsókn, bara slatta af eigin vettvangsathugunum.) Á móti kemur (vonandi) að því eldri því getuminni (þetta er reyndar ekki byggt á vettvangsathugunum) og því minni líkur á að enda í öðru rúmi en sínu eigin ...

Vildi bara víkka sjónarhornið, krakkar ;-)

Mánudagur 6. september 2004 kl. 17:56

Það er ekki vafi á því að klaustur væru ákveðin lausn en mér skilst að það sé heldur ekki öruggt mál.

Svo er auðvitað spurning hversu slæmur hjónaskilnaður er, stundum er þetta bara bráðnauðsynlegt fyrirbæri en jú jú stundum eru menn of bráðir til líka og dauðsjá eftir skilnaðinum;-)

Kær kveðja
Lára

Mánudagur 6. september 2004 kl. 18:24

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.