« Að hefja lækkun | Aðalsíða | Námsver og hestar í myrkri »

Mánudagur 8. nóvember 2004

Skömmuð af nemendum

Ég var skömmuð af nemendum mínum í FSN fyrir að vera ekki nógu dugleg sjálf að setja í vefdagbókina mína þegar ég á sama tíma ætlaðist til að þau væru að setja inn 3-5 færslur í viku. Þetta er auðvitað hárrétt svo nú lofa ég bót og betrun - enda fá nemendur mínir sem gera það líka uppreisn æru. Snjallast væri að æfa sig á s.k. kennarablogg sem nú er mikið í deiglunni víða um heim sem og nemendabloggar og ég hef verið að lesa mikið um undanfarið. Sumsé - lofa að standa mig betur;-)

kl. |UT

Álit (6)

Já, þú ert ekki nærri nógu dugleg að blogga. Svo finnst mér að blogg eigi að vera hvorugkynsorð, ekki karlkynsorð. Gæti rímað við "dogg". (Einu sinni heyrði ég þá skýringu á orðtakinu "að rísa upp við dogg" að hálfdrukknaðir enskir sjómenn, sem komið var fyrir í rúmum heimasæta, rönkuðu gjarna við sér við hundgá, risu þá upp og sögðu: "A dog!")

Annars líður mér ömurlega.

Mánudagur 8. nóvember 2004 kl. 16:40

Hvorukynsorð, hmmm, segir maður þá bloggið, gat maður risið upp við doggið? Eða hvernig viltu meðhöndla þetta í öllum sínum myndum kæri móðurmálari?

Kær kveðja
Lára

Þriðjudagur 9. nóvember 2004 kl. 08:59

Ég er sammála Hörpu, aldrei þessu vant ;. Ég hef alltaf litið á þetta orðskrípi sem hvorukyns og þetta "bloggurinn" tal þitt farið alveg agalega í máltilfinningartaugina mína ;)

Þriðjudagur 9. nóvember 2004 kl. 09:49

Harpa:

Auðvitað segir maður "doggið" ... en ekki hvað? Hef vissar áhyggjur af því að við Trigger séum orðin sammála: Þýðir þetta þá að við getum ekki lengur staðið í ritdeilum? ;-)

Þriðjudagur 9. nóvember 2004 kl. 10:57

Ok ég skal tala um bloggið ef þið tvö eruð sammála þá segir maður bara ekki múkk!!!

En ég er viss um að þið finnið ykkur eitthvað til að standa í ritdeilum um engu að síður;-)

Kær kveðja
Lára

Þriðjudagur 9. nóvember 2004 kl. 11:18

Ég hef litlar áhyggjur ég er viss um að það er stutt í að Lára segir eitthvað sem við erum ósammála um ;)
Fylgist spenntur með.

Þriðjudagur 9. nóvember 2004 kl. 11:50

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.