Anne-Tove Vestfossen grafískur listamaður í Noregi gerði skemmtilegt listaverk sem er svipað og "snake & ladders" um störf húsmóðurinnar. Myndin var keypt af Norsk kulturråd árið 1984 og ég hef plakat bæði heima og heiman. Ég hef fáein plaköt til sölu á 1000 krónur ef einhver vill. Sendið mér bara póst. Ef þið eruð sunnan heiða þá er ég með þau með mér - nokkur þeirra árituð. Þau eru bæði til í svarthvítu sem og lit (bleikum).
kl. 16:30 - Miðvikudagur 19. janúar 2005 |Kidlink / Ymislegt

Áskrift að vefdagbók
Álit (5)
Gaman að heyra af þessum plakötum ... en nei takk. Ef þú hins vegar færð "De store depressionsstigespillet" (væntanlega grátt og svart) myndi ég kaupa ;-)
Miðvikudagur 19. janúar 2005 kl. 17:49
Hæ Lára og gleðilegt ár til þín og þinna :-)
Ég væri til í eitt. Hvernig er þetta bleika? Er það ekki nokkuð flott? Eða ætti ég að fá mér svart-hvítt? Hvað finnst þér? Ertu núna sunnan heiða eða hvað? Ef þú ferð til Jóa máttu skilja það eftir þar. Við Diddú eru að hittast í saumó fimmtudaginn 20/1. Hvernig á svo að borga herlegheitin? Sem sagt langur pistill um lítið :-)
Kv. Stína
Miðvikudagur 19. janúar 2005 kl. 23:29
Sæl Lára mín
mig langar í plakat, en vil helst sjá þau áður en ég vel lit. Hafðu samband.
Fimmtudagur 20. janúar 2005 kl. 23:11
Lára mín, ég verð að skrifa þér fljótlega, því þegar þú hringdir í gær og talaðir um plakötin var ég einmitt að sniffa Ajax og því út á þekju ... fattaði að ég á eftir að þakka fyrir diskinn og hefði átt að segja helling við þig ;-)
Föstudagur 21. janúar 2005 kl. 09:12
He, he, ég var bara spæld að ná ekki að koma við, en mér fannst skynsamlegra að keyra varlega í hálkunni! Sjáumst síðar!
Föstudagur 21. janúar 2005 kl. 10:08
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri