« Ísnálar | Ađalsíđa | Myndablogg »

Mánudagur 28. febrúar 2005

Flokksţing Framsóknarmanna

Ég er ekki búin ađ vera lengi í pólitík svo alltaf lćrir mađur eitthvađ nýtt. Mér finnst alveg stórkostlegt hvernig Framsóknarmenn gátu tekiđ fókusinn af innri vandamálum, einmitt á ţeim tíma sem helst ţurfti ađ takast á viđ ţau - á landsţingi og fara ađ tala um eitthvađ allt annađ. Greinilegt var ađ ţeir sem skipulögđu fundinn vissu ađ evrópumálin vćru bitastćđ til ađ fá útrás fyrir ágreining og öll orka manna fór í ţađ og síđan var bara kosiđ í stjórn flokksins eins og áđur var. Ţessi ađferđafrćđi er greinilega ađ svínvirka - allavega sé mađur Framsóknarmađur.

Kannski voru mestu vonbrigđin fyrir mig sem áhugamann um stöđu kynjanna í stjórnmálum ađ sjá hvernig barátta kvenna fyrir stöđu sinni í flokknum gersamlega hvarf. Konur voru ekki međ neina uppsteit á ţessu landsţingi heldur réru hljóđlega í sínum árabátum. Kannski gerđist eitthvađ bak viđ tjöldin sem enginn veit - vonandi hafa konur í flokknum náđ ađ styrkja stöđu sína ţví ţađ hefur veriđ grátlegt ađ sjá flokk sem kom nokkuđ jafn til kosninga virđist hafa haft lag á ađ ýta konum til hliđar.

Hitt er svo međ Evrópumálin ađ Framsóknarflokkurinn er greinilega ekki tilbúinn til ađ horfast í augu viđ ţá ţróun nútímans ađ Evrópulönd vilja vinna saman og gera ţađ. En ekki viđ, viđ viljum ekki vera međ heldur standa utan viđ allt sem mögulegt er en ţiggja lög algerlega án orđrćđu og styrki eins og viđ getum í okkur látiđ. Afstađa Íslands gagnvart Evrópusambandinu er ábyrgđarlaus, viđ viljum ekki taka ţátt í samstarfi Evrópuţjóđa eins og fulltíđa land heldur látum eins og börn, ađrir segja okkur fyrir verkum og viđ ţiggjum sćlgćti eins og viđ getum náđ í. Framsóknarflokkurinn vill ekki vaxa upp úr ţessu barnalega hlutverki - svo mikiđ er víst.

kl. |Pólitík

Liđinn er sá tími sem hćgt er ađ gefa sitt álit. Hafđu samband ef ţú vilt koma einhverju á framfćri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörđur
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift ađ vefdagbók Áskrift ađ vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.