« Ferðamálaáætlun | Aðalsíða | Íslensk lén með ábyrgð »

Miðvikudagur 6. apríl 2005

Íslensk lénsheiti

Ég lagði fram óundirbúna fyrirspurn og fylgdi því stuttlega eftir. Það er verulega stuttur ræðutími í þessum ræðum 2 mín og tvisvar 1 mínúta svo það er ekki hægt að segja margt. Þessu máli má fylgja verulega eftir því það er svo undarlega hallærislegt að ISNIC ætli að innheimta tvöfalt árgjald af lénum annað af t.d. www.lara.is án íslenskra stafa og síðan aftur af www.lára.is þegar auðséð er að það er verið að nota þetta fyrir sama lénið. Hér mættu gilda ákveðnar reglur. Þegar ég keypti t.d. lénið utn.is datt mér ekki í hug að menn rugluðust á því og utanríkisráðuneytinu en ég fæ alloft póst sem ætlaður er starfsmönnum í því ráðuneyti sem getur verið afar viðkvæmt mál. Ég var hinsvegar að kaupa lén sem tengdist UTN áföngum í framhaldsskóla. Ég hef af reynslu minni af því séð að það getur beinlínis verið alvarlegt þegar lénsheiti liggja á "röngum" stöðum. Ég hef nokkrum sinnum haft samband við ráðuneytið frá árinu 2001 vegna viðkvæmra mála sem enda hjá mér sumir hirða ekki um að svara en aðrir gera það. Ég bauð ráðuneytinu að fá lénið og greiða einungis fyrir það sem kostar að flytja vefinn á annað lén, tékka það af að það sé rétt og nýskráningu á léni sem hlýtur að teljast sanngjarnt. Því hefur ráðuneytið ekki haft áhuga á og ég hef svosem ekki tíma til að flytja vefinn utn.is svo ég sé ekki ástæðu til að endurnýja það boð mitt. Boðið er því formlega dregið til baka;-)

kl. |Pólitík

Álit (6)

Gott mál að þú tekur þetta upp. Vonandi tekst að breyta þessum fornaldarhugsunarhætti.

Fimmtudagur 7. apríl 2005 kl. 14:58

Mér finnst nú dálítið skrítið að þurfa að borga tvisvar fyrir sama hlutinn, en ef þú færð t.d. www.Lára.is hættir þú þá bara ekki með hitt?

Föstudagur 8. apríl 2005 kl. 18:54

Lára - frábært hjá þér að taka þetta upp. Meðferð þessa mál er mikilvægari en margir virðast átta sig á og full ástæði til að Althingi taki á því hvort það megi vera Alþingi og hvort við fáum að vera Lára og Jóna.

Sunnudagur 10. apríl 2005 kl. 11:56

Gurrý það er nefninlega ekki svo einfalt að ég geti bara keypt lára.is og hætt með lara.is því víðast hvar í veröldinni eiga menn ekki auðvelt með að ná bókstafnum á eða geta það hreinlega ekki.

Jóna þetta er alveg rétt hjá þér, þetta er grundvallaratriði að það þurfi ekki að borga sérstakt árgjald bara til að geta notað íslenska lénsheitið. Allt í lagi að borga eitthvað fyrir skráninguna en ef á að nota það á sama vef og annað lénsheiti þá er okur að láta borga sérstakt afnotagjald á ári.

Mánudagur 11. apríl 2005 kl. 09:25

Það hefði átt að svara þeir að meiri alvöru:
http://mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1133082
Hlaut að koma að þessu.

Mánudagur 11. apríl 2005 kl. 12:58

Já mér sýnist mikill áhugi á að koma þessu í viðunandi horf. Þetta þarf að skilgreina og hafa í lagi svona eru málin algerlega fáránleg. Eitt er þó að einhver geti keypt lénsheiti sem er nafn eða skammstöfun einhverra og hitt er að geta notað bæði lénsheiti með og án íslenskra bókstafa. Ég sé ekkert að því að þurfa að borga fyrir að tryggja sér heitið en að borga tvöfalt árgjald er óásættanlegt.

Mánudagur 11. apríl 2005 kl. 18:26

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.