« Þjóðhátíð í Noregi | Aðalsíða | Bensi og Guðný »

Föstudagur 20. maí 2005

Landsfundur hafinn

Þá erum við komin á landsfund Samfylkingarinnar í Egilshöll í Reykjavík. Gríðarlega flott uppsetning og umhverfi fyrir landsfund og upphafið skemmtilegt með tónlist og ræðum. Hér er mikill samhugur manna og við hlökkum til að sjá niðurstöður formannskosningarinnar á morgun sem við Samfylkingarmenn teljum vera kosningu um næsta forsætisráðherra Íslands! Hér eru afar margir frá norðausturkjördæmi, ég ók suður með Hermanni Óskarssyni formanni kjördæmisráðs, Haraldi úr Hrísey og Oddnýju frá Akureyri. Það voru líflegar umræður um stjórnmál á leiðinni og sjaldan hefur aksturinn hér á milli virst styttri en einmitt nú. Nú er bara að njóta fundarins, hitta félagana og hafa gaman af því að velta fyrir sér málefnum af ýmsu tagi sem hafa áhrif á ökkur öll í samfélaginu.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.