« Kúl jógúrtauglýsing | Aðalsíða | MIT könnun »

Miðvikudagur 29. júní 2005

Athyglisverðar fylgissveiflur

Fylgi flokka í norðausturkjördæmi hefur sveiflast verulega frá síðustu kosningum samkvæmt síðustu könnun Gallup. Þá er staðan sú að Samfylkingin er með 31% mest allra (var með 23,5 í kosningum), Sjálfstæðisflokkur 29% í stað 23,5 í kosningum og VG með 23,7% en fengu 14,1%. Allir þessir flokkar bæta verulegu við sig. Fylgið kemur allt frá Framsóknarflokknum sem virðist vera í talsverðri lægð og ekki njóta trúnaðar við kjósendur frá síðustu kosningum. Við getum unað sátt við okkar stöðu þrátt fyrir að úrtak sé lítið eru þetta ákveðnar vísbendingar um að við séum á réttri leið. Starfið hefur verið öflugt og flokksmenn úr kjördæminu hafa verið kjörnir í áhrifastöður flokksins. Nú er bara að halda áfram góðu starfi og efla það enn meira.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.