« Landsbyggðin knésett | Aðalsíða | Hvert er leyndarmál bæjarstjórans? »

Þriðjudagur 26. júlí 2005

Leyniskýrsla Framsóknar og Sjálfstæðisflokks

Það er gríðarlega alvarleg staða að Akureyrarbær noti fé bæjarbúa til að kanna lífskjör og stöðu stjórnmálaflokka í bænum og heimti að niðurstöður séu trúnaðarmál. Þegar fylgi stjórnarflokkanna tveggja í bænum hefur hrapað gríðarlega er því haldið leyndu og virðist bæjarstjórnarmeirihlutinn telja það sitt einkamál - bæjarbúar borga. Ég get ekki með nokkru móti séð hvernig mál af þessu tagi stenst stjórnsýslulög eða hvernig við bæjarbúar getum með nokkru móti sætt okkur við þetta. Er kannski eitthvað fleira sem þessir menn eru að fela? Við Samfylkingarmenn getum hinsvegar glaðst yfir stöðu okkar í þessari könnun, en óneitanlega væri gleðin meiri ef þennan alvarlega skugga bæri ekki á meðferð upplýsinga sem kostaðar eru af almannafé.


Á Akureyri hafa menn verið að leggjast á eitt við að efla bæinn, finna sóknarfæri og byggja okkur enn betri bæ. Því eru niðurstöður varðandi lífskjör og væntingar bæjarbúa ekki leyndarmál eins né neins. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn virðast eftir þessu að dæma fastir í þeirri skoðun sinni að uppbygging Akureyrar sé þeirra einkamál. Hér á Akureyri á slíkt alls ekki við. Bæjarbúar hafa verið mjög áhugasamir um uppbyggingu bæjarins, hafa lagt lið verkefninu "Akureyri í öndvegi", byggðafestufélagið KEA hefur verið að leita allra leiða og segja má að hver bæjarbúi, sama hvað hann starfar við, hafi verið áhugasamur að leggja uppbyggingu bæjarins lið. Hvernig stendur þá á því að forsvarsmenn stjórnarflokkanna tveggja í bænum byrja að fela upplýsingar fyrir okkur? Fyrir hverjum fela þeir? Bara andstæðingum í pólitík - nei bæjarbúum öllum. Er það skoðun allra þeirra sem starfa fyrir Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk á Akureyri að upplýsingum sem þessum beri að halda leyndum? Vita þeir kannski ekki af innihaldi skýrslunnar?

Spurningarnar eru margar og nauðsynlegt að fá svör.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.