« Talblogg | Aðalsíða | Íslenskan og nútíminn »

Þriðjudagur 16. ágúst 2005

Aukning svæðisfrétta

Mikil aukning hefur nú orðið á fréttum frá Norðurlandi, tveir nýir veffréttamiðlar dagur.net og akureyri.net hafa nú litið dagsins ljós. Áður höfðum við fréttir frá Aksjón þar sem bæði má sjá textafréttir og útsendingu frétta sjónvarpsstöðvarinnar frá kvöldinu áður. Einnig eru héðan svæðisfréttir RÚV sem því miður eru enn textavarpslegar en talaðar svæðisfréttir RÚV eru ekki aðgengilegar á netinu þannig að þær má bara heyra þegar áheyrandinn er staddur á sendingarsvæðinu á þeim tíma sem fréttin er send út. Þetta stendur vonandi til bóta. Allir þessir aðilar hafa vefþjónustu en auk þess hefur RÚV sérstaka útvarpsþjónustu og Aksjón sjónvarp. Þá má ekki gleyma Vikudegi sem hægt er að fá í áskrift einu sinni í viku en ég hef ekki fundið fréttir frá þeim á netinu sem væri mjög eftirsóknarverð viðbót við flóruna.


Þeir sem senda út á netinu eru manni aðgengilegir hvar sem maður er svo fremi sem að þar sé netsamband. Þetta gerir fréttaþyrstum einnig möguleika á að þurfa ekki að stilla tíma sinn miðað við ákveðna útsendingartíma heldur hvenær það passar inn í vinnudaginn að afla sér frétta. Einnig er afar gott að geta flett upp fréttum síðar meir til að rifja upp eða vinna með þegar verið er að skoða nánar ákveðin mál.

Að þessu sögðu má auðvitað ekki gleyma því að landsmiðlar eru jú að fjalla um Norðurland en þó einungis þegar tíðindin teljast veruleg á mælikvarða fréttastofanna fyrir sunnan eða þeirra fréttamanna sem starfa á þeirra vegum hér fyrir norðan. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa hér starfandi fréttamenn frá þessum miðlum.

Allt þetta saman lagt gerir það að verkum að fréttaþyrstir Norðlendingar geta fengið talsvert góðar og fjölbreyttar fréttir af svæðinu. Sérstaklega í ljósi þess að hægt er að afla sér upplýsinga frá fleirum sem auðveldar okkur að búa til heildarmynd úr upplýsingunum sem til okkar er miðlað.

Fyrir allt þetta ber að þakka og vonast til að öllum gangi vel og að við sjálf séum dugleg að miðla fregnum til þessara miðla.

kl. |Pólitík

Álit (2)

Og af hverju eru þessir fínu norðlensku miðlar ekki með RSS feed ;)?

Fimmtudagur 18. ágúst 2005 kl. 13:56

Það er skelfileg skammsýni, eitt mikilvægasta dótið að hafa á bloggi í dag. Vonandi breytist það.

Fimmtudagur 18. ágúst 2005 kl. 16:47

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.