« Katrín frænka í Idol | Aðalsíða | Myndir úr Samfylkingarferð »

Sunnudagur 28. ágúst 2005

Barnaland???

Ég fór á barnaland.is rétt áðan af því ég heyrði að Harpa Hreins hefði orðið fyrir talsverðum árásum þar. Ég verð að viðurkenna að ég varð talsvert hissa á þeim vef sem ég hélt að væri um börn og fyrir börn. Þetta er orðin einhverskonar stefnumótalína eða hvað það nú er. Þar er Steve 25 ára að leita sér að "girlfriend" sem reynist síðan vera að stríða öðrum. Spurt um bílasölur í Kaupmannahöfn, auglýst á snyrtivörukynningu, um lélegt deit sem borðaði á sér táneglurnar. Þessi vefur er greinilega ekki það sem ég reiknaði með þ.e. um börn og fyrir börn og greinilega ekki hægt að mæla með honum sem slíkum. Ég hef verið í alþjóðaverkefni fyrir börn og þessi vefur myndi ekki standast kröfur sem gerðar eru fyrir barnaefni svo mikið er víst. En kannski var það aldrei ætlunin heldur bara að draga fólk að vefsíðum Morgunblaðsins.


Það er þekkt staðreynd á netinu að menn reyna að sigla undir fölskum forsendum og ekkert eftirlit er stundum haft með efni sem á að tengjast börnum. Ég hafði þó trú á því að menn hjá barnaland.is og spjallsíðum tengdu því væru vandari að virðingu sinni.

Barnaland.is er vefur sem siglir undir fölskum forsendum að mínu mati, er ekki sérstaklega sniðinn að börnum heldur almennu spjalli ungra sem aldinna og í góðu lagi sem slíkur. Engar reglur sá ég sem bentu mönnum á að efnið væri um börn og fyrir börn. Ég tel að þá eiga menn að kalla hann eitthvað annað en Barnaland annað býður einungis upp á hættur sem stundum fylgja netnotkun eins og lífinu sjálfu almennt.

kl. |Pólitík / Um blogg

Álit (23)

Ég hef öruggar heimildir fyrir því að barnlandsspjallið sé uppáhaldssíða matsjó karla í verkamannavinnu ;) Ásamt einkamal.is ...

Sunnudagur 28. ágúst 2005 kl. 18:19

Mér fór eins og þér, ég álpaðist á þesa líka undarlega síðu sem greinilega varðar ekkert um börn heldur allt annað. Svo áttaði ég mig á því að þetta var "Umræða um allt allað" en auglýsingar,
Snilldar vefhönnuðir síðunnar reikna greinilega með því að slúður selji meira en undabörn. Sgame on them.
BTW, ég les líka skrif Hörpu, en finn ekki spjallþráðinn "hennar" á barnaliand.is - hins vefar væri blogg ekki blogg án hennar!

Sunnudagur 28. ágúst 2005 kl. 19:01

Ein af barnalandinu:

Þetta er nú barnaland jú en þarna eru 6 umræðuflokkar og eru þrír þeirra auglýsingar annað hvort um "annað" eða "barnavörur" og svo "barnagæsla"

Síðan eru 3 umræðuflokkar "Börn", "Meðgangan" og "Annað" og flokkurinn "Annað" er væntanlega þá fyrir allt annað en börnin og meðgönguna því eins og þú veist að þá eru mæður líka konur sem þurfa líka að tala um eitthvað annað en börn og bleyjuskiptingar, brjóstagjöf og hríðar :o)

En vonandi tókstu líka eftir að flestir tóku vel í blogg Hörpu vinkonu þinnar og höfðu gaman af.

Sunnudagur 28. ágúst 2005 kl. 21:00

Bloggið hennar Hörpu er einstakt þannig að ég hafði ekki stórar áhyggjur enda er hún fullfær um að verja sig sjálf. Hinsvegar hef ég dulitlar áhyggjur af því sem gerist undir merkjum barna á barnaland.is ég er ekki hrifin af því sem siglir undir fölsku flaggi og svo sannarlega er talsvert á barnaland.is sem gerir það. Það á ekki saman vefir og umræður um og fyrir börn og það sem fer fram á barnaland.is

Sunnudagur 28. ágúst 2005 kl. 22:09

Af barnalandinu:

Barnaland er ekki fyrir börn og hefur aldrei verið fyrir börnin heldur fyrir foreldra og fullorðið fólk. Leikjanet er fyrir börn, leikur1.is er fyrir börn.

"Barnaland.is er vefsetur fyrir foreldra íslenskra barna. Áhersla er lögð á upplýsingar fyrir verðandi og nýbakaða foreldra sem eru að stíga sín fyrstu skref í foreldrahlutverkinu. Hér er að finna upplýsingar um allt milli himins og jarðar sem komið getur foreldrum að gagni. "

Mánudagur 29. ágúst 2005 kl. 12:27

Auglýstir karlmenn til undaneldis falla náttúrlega undir þessa tilvitnun hér að ofan ... aftur á móti sé ég ekki alveg tenginguna við bloggfærsluna mína. Sérð þú hana, Lára?

Mánudagur 29. ágúst 2005 kl. 15:59

Edda:

Þessi klausa sem af barnalandinu reit hér að ofan er c/p tekið af www.barnaland.is og má finna undir flipanum "Um Barnaland.is"

Eins og þessi ágæta manneskja benti á er umræðunni skipt upp í þrjá flokka. "Barnið", "Meðgangan" og "Annað". Annað fellur þá væntanlega undir umræður um allt nema börn og meðgöngur. Ég skil ekki af hverju þið troðið marvaðann í því, það er ekki flókið að skilja.

Og mér vitanlega hefur www.barnaland.is aldrei gefið sig út fyrir að vera vefsvæði fyrir börn til þess að leika sér á. Tónninn í umræðunni væri þá væntanlega annar. Börn eiga ekkert erindi þangað inn. Þetta er staður þar sem fullorðið fólk kemur saman og ræðir það sem fullorðnum hæfir. Eða hæfir ekki, það má alveg deila um það. Maður þarf að vinsa bullið frá hinu. Eins og allstaðar geri ég ráð fyrir.

Vefurinn siglir því alls ekki undir fölsku flaggi, eða forsendum...fyrir þá sem þjást af Bibbuheilkenni.

Mánudagur 29. ágúst 2005 kl. 20:01

Miss B:

Hmm alveg er það magnað að ætla það að barnaland.is vefurinn sé bara fyrir börn, þeir sem vilja eitthvað vita um þann vef og kynna sér hann sjá fljótt að þetta er svæði þar sem foreldrar geta verið með síður fyrir börnin sín,,...þar eru síðan umræðuflokkar líka sem nýtast oftar en ekki foreldrum sem þurfa á alls konar aðstoð að halda.
Það að þíð skulið vera hneykslast á umræðu um eins og um þennan steve og annað sýnir annsi vel að þið fattið ekki að mæður og aðrir geta verið með húmor og þar af leiðandi eru að fíflast því eins og ein sagði hér fyrir ofan þá er mæður en manneskjur með skoðanir og húmor :))

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 08:40

Nú má vel vera að ég fatti ekki mæður almennt en hinsvegar veit ég vel hvað er verið að tala um þegar verið er að tala um vef. Ég hef ekkert við það að athuga að menn ræði það sem þeim sýnist á netinu svo lengi sem það er innan löglegra marka. En þegar vefur og málefni er sérstaklega tengt börnum og gerir það ekki þá siglir hann að mínu mati undir fölsku flaggi. Mér sýnist allavega af barnaland.is að það sé full ástæða til að opna sérstakt spjallborð fyrir konur - séu þau spjallborð sem fyrir eru ekki næg - um ýmislegt sem þær vilja ræða, hvort sem þær eru mæður eða ekki. Enda sýnist mér margt þarna ekkert sérstaklega mæðratengt.

Eftir stendur að vefurinn barnaland.is er ekkert Barnaland það er eitthvað allt annað og hvað sem hver segir þá tengi ég Barnaland börnum. Þetta er vont mál að mínu mati.

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 09:04

Barnalandskona:

Barnaland er ekki FYRIR börn, heldur mæður, feður og annað fullorðið fók. Og eins og margoft hefur verið bent á, þá eru margir umræðuflokkar og einn þeirra heitir "Annað", það væntanlega skýrir sig sjálft. Það að einhver álpist þarna inn í makaleit, er eitthvað sem alltaf getur gerst á opnum spjallþræði - janfvel þó að hann heiti Dýraland.is eða eitthvað í þá áttina. Spurning að slaka á í spælingunni, eins og hefur komið fram að þá voru langflestir á bandi Hörpu í umræddu innleggi.

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 09:39

Ef menn búa til vef sem heitir barnaland.is og hefur það helst að markmiði að setja upp vefsíður um börn þá sé óeðlilegt að hann sé orðin orðræða um samfarahljóð (væntanlega foreldranna) og annað sem ekki á heima í samneyti við barnavef. Ég er ákveðið þeirrar skoðunar að barnavefur sé ekki rétti vettvangurinn fyrir þau skoðanaskipti sem þar fara fram. Sé það skoðun manna að barnaland.is sé það hinsvegar, þá hafa börn og vefir þeirra ekkert þangað að gera.

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 09:45

Sissa:

Ofsalega ertu þröngsýn kona, það verður ekki annað sagt.

Ég reikna ekki með að þú sért móðir, þar sem þú ert með öllu húmorslaus. Og eitt áttu greinilega svo erfitt með... það er að koma þér út úr þessum kassa sem þú ert föst í og beygja höfuðið svo það flæði ekki úr nefinu á þér.

Eins og réttilega hefur verið bent á, þá eru þarna fleiri umræðuflokkar, sem varða börn.. "Annað" stendur þá væntanlega fyrir annað.. en þú virðist eiga erfitt með að skilja það.

Barnaland er ekki ætlað börnum, heldur FORELDRUM... skil jú, FORELDRUM!

Eitt að lokum: MÆÐUR ERU LÍKA FÓLK! :o)

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 09:52

Markmiðið með barnaland.is er skv. þeirra eigin lýsingu:

"Barnaland.is er vefsetur fyrir foreldra íslenskra barna. Áhersla er lögð á upplýsingar fyrir verðandi og nýbakaða foreldra sem eru að stíga sín fyrstu skref í foreldrahlutverkinu. Hér er að finna upplýsingar um allt milli himins og jarðar sem komið getur foreldrum að gagni. "

Hvernig umræðan þróast þar síðan er fróðlegt að fylgjast með eins og öðrum umræðusamfélögum. Hverjir stýra umræðuefnunum og hvert þau leiða þátttakendur. Umræðustjórnun er ekki fyrir hendi, skipulagið ekkert sem er ákveðin tegund af spjalli. Umræðuefnið er komið langt frá foreldrahlutverki eða að vera stuðningur fyrir verðandi og nýbakaða foreldra. Þetta er eins og hvert annað óagað netsamfélag. Ég hef gaman af slíkum samfélögum og hef verið í þeim mörgum í gegnum þessi 15 ár sem ég hef verið á netinu, en mér finnst ekki gott þegar þau myndast undir nafni barna á vef sem á að hafa það að markmiði að stuðla að upplýsingaveitu sem tengist börnum.

Sumum finnst það pempíuskapur eða eitthvað annað, en mér finnst að það sem tengist börnum verði að lúta ákveðnum reglum.

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 10:10

Sissa:

Hefurðu eitthvað skoðað síðuna? Ég fer að efast um það, því hafirðu gert það, þá ætti þér að vera ljóst að umræðan er ekki það eina sem í boði er á þessari síðu, þar má finna upplýsingar af ýmsu tagi og má þar á meðal nefna þyngdarkúrfa barna, svefnvandamál barna and so on and on..... og hvað varðar umræðuna, þá vil ég benda á það að hún er ritskoðuð upp að ákveðnu marki, en að öllu jöfnu ríkir hér tjáningarfrelsi.

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 10:18

Já ég hef skoðað síðuna talsvert Sissa og er alveg sammála þér. Þarna er gríðarlega mikið af góðu efni sem fengur er að. Hinsvegar eyðileggur það gersamlega barnaland.is sú umræða sem þar fer fram. Tjáningarfrelsi hefur ekkert með þetta að gera í mínum huga, þú verður að geta treyst því að það sem er um börn og fyrir börn. Ég hef unnið talsvert í alþjóðaverkefnum sem eru á netinu og fyrir börn. Reglur, bæði lagalegar og siðferðilegar um það sem fer fram í kringum börn eru talsverðar. Börn leita eðlilega eftir efni sem er á Barnaland.is enda fjallar það um þau sjálf og vini þeirra. Þessi umræðuvettvangur er þá eitthvað sem þau detta inná í leiðinni. Foreldrar átta sig ekki á að forðast þetta efni því þeir eru í þeirri góðu trú að Barnaland sé staður sem hentar börnum. Efnið hentar þeim hinsvegar alls ekki.

Tjáningarfrelsi er verðmætt, og menn verða að varðveita það. Samt sem áður er sameiginlegur skilningur okkar að hvað sem er eigi ekki að fjalla um í kringum börn. Hvar mörkin eru dregin er að einhverju leyti misjafnt.

Eðlilegast er að koma umræðu af því tagi sem nú fer fram á barnaland.is fyrir á einhverjum öðrum stað til að varðveita það eftirsóknarverða við Barnaland.

Spjallið á Barnaland.is núna er til þess eins fallið að verðfella Barnaland og það er ekki hægt að mæla með því sem svæði þar sem geymdar eru upplýsingar um börn

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 10:37

Goggunin hefur færst yfir á þig, Lára mín: Er þetta ekki dálítið eins og að hengja bakara fyrir smið? Minnir mig annars á söguna HC Andersens um fjaðrirnar fimm ;)

Barnalandskonurnar eru eitthvað að æsa sig yfir að karlmannlegir karlmenn lesi spjallþráðinn þeirra, af hverju er mér hulin ráðgáta. Vilja þær ekki fjölbreyttan lesendahóp? Man samt hvað mér þótti þetta fyndið þegar ég frétti af þessum körlum (vegna trúnaðar get ég ekki upplýst hvar þessir menn vinna) en það var af því ég ímyndaði mér að barnaland.is væri aðallega um börn. Skrítið hvernig þessi misskilningur getur skapast af nafni síðunnar. Núna sé ég í hendi mér eftir hverju mennirnir sækjast, þarna er stuðið og mannorðsmorðin og í góðsemi vega þær hver aðra, miðað við skoðun barnalands í gær og í dag.

Bloggsíðuna mína heimsækja einkum konur, miðað við vinnustaðarvefþjónanana.


Finnst þér annars ekki dálítið merkilegt að DV skuli nota spjallþráð á vegum Moggans sem sína meginheimildi? Ég hef alltaf haldið að þetta væru samkeppnisaðilar.

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 11:40

Ég hélt líka að Barnaland væri um og fyrir börn. Mér finnst reyndar spjall af því tagi sem er þar alveg eiga rétt á sér og eigi að eiga sér stað en ekki í barnaherberginu og þar af leiðandi ekki á barnaland.is. Mér sýnist að þarna sæki konur sér stuðning til annarra kvenna sem er mjög af hinu góða, á netinu má sýna ýmsar tilfinningar og fá fyrir þær útrás. Skemmtilegur húmor inn á milli en mest blaður eins og er einkenni spjallborða af þessu tagi. En blaður er líka fínt.

Hinsvegar er ég enn þeirrar skoðunar að það sé algerlega ósamræmanlegt í mínum huga spjallborð sem þetta og vefur um og fyrir börn. Nú hefur verið í gangi sérstakt verkefni um öryggi barna á netinu og þar á meðal siðferði. Barnaland.is stenst ekki kröfur sem verður að gera til sérstakra vefsvæða fyrir börn. Útrás fyrir það hjal sem fer fram í spjallborði barnaland.is verður fólk að fá annarsstaðar.

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 12:01

Día:

Hvað eruð þið barnalandgellur að reyna að verja þennan vef? Barnaland.is er löngu komið út í vitleysu. Stuðningur við nýbakaða foreldra??? Hann er nú ekki meiri en það að stundum koma nýbakaðar mæður með spurningu. Í staðinn fyrir að svara þeim, eru þær rakkaðar niður, sett út á og sakaðar jafnvel um að vanrækja barnið sitt og vera lélegar í stafsetningu.

Það er mikið af góðu fólki inn á barnland.is en einhverstaðar fór þetta allt úr böndunum og þróaðist upp í vitleysu.

Alger óþarfi samt að vera eitthvað tötsí fyrir því. Það eru mörg hundruð manns sem fara inn á barnaland.is á dag og því alveg ómögulegt notandi á barnalandi geti tekið ábyrgð á hvað aðrir þar gera eða segja.

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 13:29

Sessí:

Alveg er þetta týpískt fyrir samfylkingarfólk :)

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 14:17

Sissa það er ekkert pólitískt við þetta mál, ég skil vel að þú viljir halda í gott netsamfélag þar sem þér líður vel. Spurningin er bara hvort þið getið ekki búið það til annarsstaðar en á Barnalandi því það gengur hreinlega ekki að hafa spjall af því tagi sem þið eruð með þar.

Ástæðan fyrir því að ég segi eitthvað um þetta mál er ekki þátttaka mín í pólitík heldur fyrst og fremst vegna þess að sérsvið mitt hefur verið upplýsingatækni í menntun og netið þá sérstaklega frá árinu 1990. Ég hef barist fyrir því að menn hafi aðgang að spjallrásum á Íslandi, unnið að því að byggja upp umræðusvæði og hvetja til þess að þau væru notuð.

Farið að horfa á þetta mál raunsæjum augum og þá er ég fullviss um að þið sjáið þann skaða sem þið valdið Barnalandi með skrifum af því tagi sem engan vegin fellur að barnaefni.

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 14:25

thorby:

það er verið að ræða almennt um hvað umræðurnar hérna eru stundum á lágu plani og að sumar geta verið virkilega orðljótar svo ekki sé meira sagt, sem maður á kannski ekki von á frá fullorðnum þroskuðum konum, fólk verður oft orðljótt ef það kemst í vörn og veit ekkert hvað það á að segja, og það lýsir þeim orðljótu konum svo ég nefni nú engin nöfn, kannski betur en margt annað.
Það sem ég er einnig að meina, er að þið eruð stundum að gera könnun, takið þá eina manneskju alveg fyrir, bara þessa einu, svo á að koma fram í könnuninni hvort þessi sé frek, leiðinleg, og helst á að telja upp alla hennar galla. Það eru varla nema ca. 2 - 3 dagar síðan ég sá sona könnun síðast, og það er kannski þess vegna sem mér ofbýður svo núna. En kannski er þetta bara normið í dag, að valta yfir sem flesta og gera lítið úr fólki, ég var alla vega ekki alin þannig upp, og ekki heldur við blót og ragn. En foreldrarnir eru víst besta forvörnin eins og sagt er og besta fyrirmyndin svo þá veit ég ekki hvað verður um þessi blessuð börn sem eru að alast upp í dag.

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 14:42

thorby:

Hvað ætli þessi Andý hérna sé búin að sparka mörgum út af barnalandi. Svo er verið að tala um ofbeldi í þjóðfélaginu og kjafthátt á börnum. Það hafa börnin eftir sem fyrir þeim er haft.
Ég á góða vinkonu sem er kennari í grunnskóla, hún sagði mér um daginn að það væru ekki börnin sem væru erfiðust, það væru mæðurnar, það mætti ekkert segja við börnin þeirra, þá væru mömmurnar komnar alveg snar óðar, það gæti sko ekkert verið að hjá þeirra börnum. En ef talað er svona inn á heimilum barna þá er ég ekki hissa á því hvernig börnin eru að verða. Kannski sumar mæður sem eru duglegar að gera könnun á öðru fólki sem er á barnalandi, geri einnig svona könnun við börnin sín, eða hvað ?
Annars eru margar mjög ágætar og indælar mæður hér sem taka ekki þátt í þessum rugl umræðum, en því miður þarf ekki marga til að eyðileggja annars góðan vef. Og svo eru því miður alltof margar hér sem þora ekki að segja sína meiningu af ótta við viðbrögðum

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 14:46

thorby:

Mig langar bara aðeins að senda þetta sem ég skrifaði á barnalandi.is í morgun, áður en ég gafst upp og mun ekki fara þangað aftur. Mér finnst þessar umræður þar - ja, veit ekki alveg hvað ég á að segja - mætti kannski líkja sumu við versta einelti og veit ég um konur sem fara þarna til að fá ráð en koma hálfgrátandi út, því grimmdin þarna virðist alveg ótrúleg í mörgum tilfellum. Ég veit að það eru margar sem þora ekki að segja skoðun sína þarna inni, af ótta við að verða skotnar í kaf eins og þær kalla það, af vissum hóp barnalandskvenna sem virðast hafa það eina markmið að niðurlægja fólk.
En ég er alla vega búin að gefast upp þarna, og vil bara segja að ég styð svo sannarlega ykkur sem finnst eitthvað athugavert við barnaland.is, því það er það svo sannarlega

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 14:48

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.