« Fimmti flokkur Oktavíu | Aðalsíða | Gleðilegt ár »

Föstudagur 30. desember 2005

islendingur.is Lokar

Mér til mikillar undrunar er búið að loka vefnum www.islendingur.is og þar ekkert að finna nema bleðil um prófkjör. Sjálfstæðismenn eru greinilega orðnir hræddir um hvað þeirra eigin menn segja og loka á málfrelsið. Líklegt má telja að flokksforystan óttist að einhverjir þeim óvilhallir geti náð þar að segja frá sér og það er auðvitað ekki hægt í flokki Kristjáns Þórs og Önnu Þóru formanns prófkjörsnefndar. Líklega vilja þau sjálf stýra bakvið tjöldin hvað gerist í flokknum og fyrst þau fengu ekki að stilla þessu sjálf upp eins og venjulega er lokað á mál- og ritfrelsi og þá reynt að tryggja að þau sjálf geti samt sem áður stjórnað hvernig allt fer.


Það er alltaf erfitt að sjá að menn geti ekki horfst í augu við nútímann en með breyttri tækni undanfarinna áratuga hefur málfrelsi manna aukist og þeir sem ekki náðu fram með skoðanir sínar geta það í ríkari mæli. Til að koma í veg fyrir þetta loka menn á sína eigin menn. Ætli næst verði settar reglur um að menn geti ekki skrifað á eigin síður?

Ja hrædd er forysta Sjálfstæðisflokksins á Akureyri sem lokar vefsíðunni sinni í dag.

kl. |Pólitík

Álit (4)

Var að lesa kóðann af síðunni en þar stendur m.a. "Íslendingur er vettvangur lifandi umræðu um
þjóðfélagsmál og þar skrifa fastir
pistlahöfundar reglulega um hvaðeina er viðkemur tilveru okkar Íslendinga. Ennfremur kappkostar Íslendingur að miðla upplýsingum um starf Sjálfstæðismanna á Akureyri og í Norð-austurkjördæminu. Allt þetta gerir Íslendingur í senn að upplýsandi og skemmtilegu vefriti." Hvernig skyldi föstu pistlahöfundunum og þeim sem voru með í "lifandi" umræðu líða þegar búið er að drepa hana?

Föstudagur 30. desember 2005 kl. 17:16

Viddi:

Trúir þú þessu sjálf sem þú ert að segja?

Föstudagur 30. desember 2005 kl. 21:04

Kannaðu málið hjá þeim sem þarna eiga hlut að máli og segðu mér svo hvort ég hef rangt fyrir mér.

Laugardagur 31. desember 2005 kl. 01:30

Jón Ingi:

Mér hefur verið sagt af innanbúðarmanni í sj.flokkunum að þeir hafi ekki þorað að hafa síðuna opna. Þeir treysta ekki frambjóðendum sínu til að umgangast lýðræðið á heiðarlegan hátt. Það var annað hjá Samfylkingunni þar sem frambóðendur fengu heimsíðuna til nota fyrir skrif sín...þetta er óneitalega fyndið....lokað á lyðræði og frjálsa tjáningu...þetta er eins og í Kína. Kannski mega frambjóðendur heldur ekki tala við kjósendur sína.

Laugardagur 31. desember 2005 kl. 16:07

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.