« Hrísey, perla Eyjafjarðar | Aðalsíða | Nikótín hér og þar »

Mánudagur 30. janúar 2006

Kjöt og meira kjöt

wSkurdur4675.JPG
Í dag fór ég með félögum mínum í stjórn KEA að skoða kjötvinnslu Norðlenska bæði hér á Akureyri sem og á Húsavík. Á myndinni má sjá Bjarna Hafþór nýjan framkvæmdastjóra Hildings og Upphafs-Nýsköpunar að læra að skera kjöt.

Þar sem ég er mikill áhugamaður um hagnýtingu upplýsingatækni og þróun tækniiðnaðar á Íslandi var ferðin afar spennandi. Það er ótrúlegt hversu þróuð tæknin er og að hægt sé að fylgja grip eftir frá slátrun í umbúðir. Gaman væri að geta valið sér lambalundir frá ákveðnum bæ eða sveit en merkingar eiga örugglega eftir að þróast verulega.


Gaman var að sjá hversu vel var hugsað um matvælin, hreinlæti í fyrirrúmi og greinilega vandað mjög til verka að nýta allt hráefni sem allra best. Fjölbreytnin í vöruúrvalinu er einstök og verð ég að segja að mig langaði dálítið í gæðasteik eftir daginn þrátt fyrir brágóða máltíð á Sölku á Húsavík þar sem einmitt kjöt þeirra frá Norðlenska var á boðstólum.

Ferð af þessu tagi er alltaf fróðleg, þrátt fyrir að hafa heimsótt Norðlenska aftur þá verður maður nú ekki þrælverseraður í kjötvinnslu þegar maður kemur sem áhorfandi og í hverri ferð lærist eitthvað nýtt.

Sigmundur Ófeigsson framkvæmdastjóri og hans starfsfólk eiga þakkir fyrir lærdómsríkan dag.

kl. |Ymislegt

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.