« Fjölmenning á Vetrarhátíð | Aðalsíða | Hver á vatnið? »

Sunnudagur 5. mars 2006

Rauða stjarnan

Þegar ungliðarnir okkar voru að undirbúa opnun á kosningaskrifstofu í kaffihúsastíl í Skipagötunni síðast liðið miðvikudagskvöld var ég að ræða við þau hvort ég gæti eitthvað gert og spurði hvort ég ætti að semja fyrir þau lag. Það þótti þeim kjörið. Þau vildu baráttulag, gamaldags, svoítið hallærislegt (mitt sérsvið;-), mars og helst að það hljómaði eins og gömul plata. Þetta fór ég með heim og fékk hugmyndir að texta morguninn eftir. Hafði svo samband við Jón Víkingsson (Johnny King) sem hefur reynst mér einstaklega vel með lögin mín og hann reyndist hafa tíma um kvöldið. Þá voru góð ráð dýr því lagið var ekki komið. Ég fór heim úr vinnunni um fjögurleytið, samdi lagið, tók slagorð sem ungliðarnir höfðu verið með möndlaði saman texta, bar undir Svein Arnarson formann Ungra jafnaðarmanna á Akureyri og fór síðan um átta og Johnny útsetti það af sinni alkunnu snilld, tók upp og söng bakrödd. Svo hér er komið lagið Rauða stjarnan sem er jú nafnið á ungliðastaðnum sem ég hvet alla til að heimsækja í Skipagötunni.

kl. |Pólitík

Álit (5)

Glæsilegt lag, sem maður syngur allan daginn:)

Sunnudagur 5. mars 2006 kl. 22:29

Takk!!! Mikið finnst mér vænt um að ykkur finnst það skemmtilegt;-)

Mánudagur 6. mars 2006 kl. 09:21

Svanfríður:

Þetta er flott lag, ekta baráttulag! Glæsilegt Lára :-)

Mánudagur 6. mars 2006 kl. 23:07

Nú hef ég ekki hlustað á lagið (er í tíma) en vil láta í ljós einskæra velþóknun á þessu uppátæki!

Þriðjudagur 7. mars 2006 kl. 10:23

Kristbjörg:

Vorum að hlusta á lagið, fjölskyldan.
Glæsilegt!

Miðvikudagur 8. mars 2006 kl. 20:42

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.