« Fáðu þér að drekka vinur | Aðalsíða | Vaðið í listaverk »

Þriðjudagur 6. júní 2006

Spilin í gólfið hjá Framsókn?

Þær hræringar sem eiga sér stað í Framsóknarflokknum þessa dagana koma vægast sagt á óvart. Einhvernvegin virkar þetta á mig eins og formaðurinn hafi tekið upp spilastokk og ætlað að gefa í gott spil en misst stokkinn í gólfið og spilin komin út um allt. Spurningin er síðan hver tínir spilin upp, stokkar og gefur? Leitin að leiðtoganum sem tínir upp spilin er brennandi og spurningin hver stendur uppi þegar upp er staðið sem nýr leiðtogi flokksins. Allavega hefur Framsóknarflokkurinn sagt Halldóri Ásgrímssyni alveg skýrt að hann fái ekki að ráða því einn. Á sama tíma byrjar Halldór að draga upp skuggamynd af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Í Morgunblaðinu er haft eftir honum "Þetta kalli aftur á skipulegri vinnubrögð í ráðuneytunum þannig að frumvörp séu ekki samin í hendingskasti á síðustu stundu eins og stundum vilji brenna við."


Er raunveruleikinn hjá þessari ríkisstjórn þannig að menn rubbi bara af eins og einni tveimur lagasetningum, kasti þeim í gegnum þingið og svo eigum við alþýða Íslands að lifa og vera dæmd eftir þeim. Ég trúði því að menn vönduðu undirbúning laga í ráðuneytum, ráðherra legði frumvarp að lögum fyrir Alþingi. Málið færi í nefnd þar sem eins mörgum sem þekkja til málsins eða þurfa að búa við lögin fremur en aðrir boðið að segja álit. Álitið tekið fyrir í nefndi milli fyrstu og annarrar umræðu. Frumvarpið endurskoðað og jafnvel breytt og lagt aftur fyrir Alþingi. Enn og aftur færi málið í nefnd og síðan til atkvæðagreiðslu. Tja eða þá ef enginn ágreiningur er þá gangi það liprar og hraðar á seinni stigum. En ég er líklega bara pólitískur einfeldningur miðað við orð forsætisráðherrans. Frumvörpin eru stundum bara samin í "hendingskasti" og þetta er okkur boðið uppá.

Ég verð allavega að viðurkenna að ég er farin að sakna gamalla og góðra Framsóknarmanna úr pólitík, þessir grænklónuðu frjálshyggjusjálfstæðismenn sem þykjast vera Framsóknarmenn í dag eru einfaldlega eins og sál í skökkum líkama. Menn sem lifðu fyrir landið og af landinu hafa orðið að láta í minni pokann.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hverjir tína upp spilin sem forsætisráðherrann missti í gólfið og hvort íslenska þjóðin þarf að sitja uppi með ríkisstjórn sem er jafn rótlaus og án festu þegar virkilega þarf að halda vel á spilunum.

kl. |Pólitík

Álit (1)

Skemmtilega að orði komist.

Miðvikudagur 7. júní 2006 kl. 11:01

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.