« Barnið þrítugt | Aðalsíða | Bilun í kerfi »

Föstudagur 18. ágúst 2006

Sækist eftir 2. sæti

Nú er að koma kosningavetur en mér finnst ótrúlega stutt síðan ég varð varaþingmaður Samfylkingarinnar í síðustu alþingiskosningum. Þessi tími hefur verið mjög skemmtilegur og fræðandi en það er mikil reynsla sem fæst með þátttöku í stjórnmálum. Það var mjög spennandi að sitja sem alþingismaður í þau tvö skipti sem ég hef farið á Alþingi.

Norðausturkjördæmið er gríðarlega víðfemt og ég hef haft mikla ánægju af því að kynnast öllu því góða fólki sem á stöðunum búa. Hér á Akureyri hefur Samfylkingin elfst gríðarlega á þessu tímabili. Sveitarstjórnarkosningarnar í vor undir stjórn Hermanns Jóns Tómassonar gengu gríðarlega vel og skilaði okkur glæsilegum kosningasigri.

Margir hafa komið að máli við mig og hvatt mig til að fara fram í næstu kosningum. Eftir að hafa ráðgast við fjölskylduna og samflokksmenn mína hef ég ákveðið að bjóða mig fram í 2. sæti listans í komandi kosningum.

kl. |Pólitík

Álit (8)

Noh! Ég óska þér góðs í baráttunni, ég er nokkuð viss um að þú verður Pjúsarafélaginu til sóma.

Föstudagur 18. ágúst 2006 kl. 12:55

Dagbjört Hákonardóttir:

Það líst mér vel á! Til hamingju, og ég mun styðja þig með ráðum og dáðum héðan úr kragakjördæminu.

Föstudagur 18. ágúst 2006 kl. 15:57

Jón Ingi:

Flott. Samfylkingin fagar hverjum þeim sem vilja vinna fyrir þann málstað sem flokkurinn stendur fyrir. Frábært að fá þig í slaginn...vonandi verður mikið mannval í prófkjörinu okkar.

Föstudagur 18. ágúst 2006 kl. 20:24

Til hamingju, ég óska þér alls hins besta í prófkjörsbaráttunni...

Laugardagur 19. ágúst 2006 kl. 11:08

Magnús Már:

Heil og sæl Lára. Líst mjög vel á þetta. Sjáumst hress í starfinu í haust. Bestu kveðjur úr borg óttans, Magnús Már

Laugardagur 19. ágúst 2006 kl. 14:11

Nú líst mér vel á þig sys. Ég þekki engan betri til þess að vera frábær fulltrúi á þingi. Gangi þér sem allra best.

Knús
Fífa sys

p.s. svo fæ ég líka að sjá þig mun oftar ;-)

Miðvikudagur 23. ágúst 2006 kl. 15:05

Ljómandi vel líst mér á þig Lára, óska þér alls hins besta og miklu fylgi í þessari baráttu, efast ekki um hæfni þína til að vera þínu kjördæmi til sóma, hlakka til að fylgjast með.

Þriðjudagur 5. september 2006 kl. 07:07

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.