« Síðustu forvöð | Aðalsíða | Fjölgun í Samfylkingunni »

Fimmtudagur 19. október 2006

Íbúaþing í Dalvíkurbyggð

Nú á laugardag er íbúaþing í Dalvíkurbyggð þar sem íbúar ætla að koma saman og skiptast á skoðunum um hvernig þau vilja sjá samfélagið sitt til framtíðar. Íbúaþing sem þetta eru til mikillar fyrirmyndar og virkja íbúa til þess að taka þátt í því að móta samfélagið sem þannig er líklegra til þess að þjóna íbúum sínum betur.


Ég man eftir íbúaþinginu hér á Akureyri þar var gaman að setjast niður með öðrum sem maður hitti ekki daglega eða þekkti ekki neitt og vera sameiginlega að velta fyrir sér bænum sínum. Ég held að það hljóti að hafa áhrif á okkur og gera okkur þar með virkari og eftirtektarsamari um hvað má fara betur og ekki síst hvað er gott þannig að við viljum varðveita það. Ég hlakka mjög til að sjá tillögur og hugmyndir frá íbúaþinginu í Dalvíkurbyggð enda ægifagurt sveitarfélag sem býður upp á marga góða kosti.

kl. |Pólitík

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.