« Mér að þakka en öðrum að kenna | Aðalsíða | Þriðja sætið »

Föstudagur 3. nóvember 2006

Spenningur

Þetta er búin að vera viðburðarík vika. Á þriðjudag var síðasti dagurinn sem við Samfylkingarmenn í Norðausturkjördæmi gátum skilað atkvæðum og ég og mitt fólk reyndum okkar besta til að fá fólk til að skila inn atkvæðunum. Í dag á fólk ekki oft leið á pósthús og sumir þar af leiðandi slepptu því að kjósa, ég vona þó að kjörsóknin verði góð þannig að okkur sé ljóst að það sé breiður hópur bak við valið á listanum.

Um leið og ekki var hægt að gera meira varðandi prófkjörið einhenti ég mér í önnur verk sem hafa setið á hakanum og vann fyrir sunnan á miðvikudag. Þá gafst ágætis tækifæri til að koma við í kosningahófi Össurar Skarphéðinssonar á NASA en þar voru gríðarlega margir flokksfélagar og gaman að hitta þá. Það er spenningur í mörgum kjördæmum um hvernig raðast á lista og allir á fullu. Verður gaman að sjá hvernig gengur. Mér urðu það mikil vonbrigði að Anna Kristín skyldi ekki ná ofar á lista í Norðvesturkjördæmi, kattiðinn stjórnmálamaður sem fer ekki áfram á hávaðanum. Um næstu helgi eru það við og Suðvesturkjördæmið og síðan koll af kolli.

Smá saman færist lífið í sínar eðlilegu skorður, í gær fór ég með nokkrar myndir á fund hjá ljósmyndaklúbbnum Álkunni þar sem ég er að vona að einhverjar myndir frá mér verði valdar í bók sem við erum að gefa út. Í bókinni verða myndir frá Eyjafirði en þarna voru gríðarlega margar flottar myndir. Ég hlakka til að fara að mynda meira og munda nýju Canon L linsuna mína (70-200,2,8, IS).

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.