« Stundaskrá og Brús | Aðalsíða | Ótryggt netsamband »

Laugardagur 6. janúar 2007

Fjölnota íþróttahús í Hrísey

Það var virkilega gaman á vikulegu opnu húsi hjá Samfylkingunni í morgun, margir mættu þar að venju. Hinsvegar var ég stutt því ég vildi fara til Hríseyjar en þar átti að taka fyrstu skóflustunguna að fjölnota íþróttahúsi í eynni. Ferjan var nánast full, tunglið nánast fullt á himni og litbrigði loftsins frábær. Ég tók heilmikið af myndum sem ég hlakka til að vinna úr.

Eins og menn sjá ef þeir skoða teikninguna af íþróttahúsinu í Hrísey þá er hér um veglega byggingu að ræða sem mun bæta aðstöðuna í eynni gríðarlega. En ekki bara fyrri þau heldur gefst okkur Akureyringum þar með frábær kostur á að fara þangað og njóta þess að fara í sund og eyða þar eftirmiðdegi. Sumir telja að þetta sé bara bygging fyrir eyjaskeggja en ég lít ekki svo á þetta er mikilvægt viðbót fyrir okkur Akureyringa alla og tel að þessi bygging muni auka tengslin milli svæðanna því þetta er frábær fjölskylduferð að fara með ferjunni og njóta útsýnisins til lands, fuglalífsins á leiðinni og í eynni. Gönguferðir þar eru frábærar útsýnið ægifagurt og hvergi hef ég séð eins mikinn vöxt í krækiberjalyngi annarsstaðar. Svo hef ég farið í vitann og meiraðsegja prílað upp sem er líka skemmtilegt. Það þarf þó að stemma stigu við kerfli og lúpínu sem eru að vaða yfir allt þannig að maður þarf að koma sér áfram í gróðri upp að öxlum. Hlakka til að fara oftar og meira þangað og Gísli minn hefur ábyggilega gaman af því að fara í sund í leiðinni þó hann sé býsna þolinmóður með mér í myndatökunni;-)

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.