« Störf án staðsetningar | Aðalsíða | Með slæðu í útlöndum »

Föstudagur 19. janúar 2007

Skóli í heimabyggð

Ég hef hitt margan nemandann sem er að stíga sín fyrstu skref í framhaldsskóla. Bæði þá sem sækja hann frá heimili sínu og þá sem hleypa heimdraganum og sækja skóla í öðru bygðarlagi. Staða þeirra var gríðarlega misjöfn, sá sem fór heim að vinnudegi loknum í skólanum var oft rólegri í nýja skólanum á meðan sá sem kom lengra að var óöruggari enda allt nýtt. Í höfuðborginni er engin heimavist eða húsnæði ætlað framhaldsskólanemendum eða stuðningur við þá sem eru langt að komnir. Því reiddi þeim misjafnlega af og margir fóru heim aftur vegna þess að þeim leið illa en ekki að þeir vildu ekki læra meira. Á Akureyri er þó heimavist og þar hafa nemendur ákveðið öryggi í umhverfi sínu ef þeir kjósa. En þetta kostar þau heilmikið og aðstöðumunur foreldra í þéttbýli þar sem er framhaldsskóli og hinna er gríðarlegur. En þetta er ekki einungis fjárhagslegt dæmi heldur einnig skiptir oft sköpum um gengi nemanda í skóla hvort fjölskyldan getur stutt við bakið á þeim. Ég er því stolt af stefnu Samfylkingarinnar að nemandi eigi ekki að þurfa að ferðast lengri veg en 45 mínútur í framhaldsskóla eða í allra fámennustu byggðunum að geta stundað fjarnám að heiman. Þetta er mikilvægt fyrir ungmennin okkar og fjölskyldur þeirra.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.