« Ráðdeildarsemi bæjarstóra | Aðalsíða | Góður fundur í gærkvöldi »

Miðvikudagur 10. janúar 2007

Snjógerð í Hlíðarfjalli

Í morgun fór ég upp í Hlíðarfjall til að sjá hvort ég kæmi auga á halastjörnuna McNaught, himininn var skýjaður svo hana var hvergi að sjá en þá sá ég allar snjógerðarvélarnar í fullum gangi. Það var nánast logn og -5c og þær möluðu kappsfullar og spýttu snjó út í skíðabrekkurnar. Ég hitti Guðmund forstöðumann sem var feykilega ánægður með árangurinn og sagði að þetta skipti sköpum fyrir rekstur fjallsins. Skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli eru nú eins og þær gerast albestar og við getum verið stolt af þeim. Smástund datt mér í hug að ég gæti haft áhuga á að fara á skíði en mundi svo að skíði og ég erum sjaldnast sammála hvert á að fara. Það breytir þó ekki því að fyrir ferðamennsku, fjölskyldur og íþróttamenn er aðstaðan í Hlíðarfjalli afbragð og mikilvæg okkur öllum.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.