« Lífeyri fyrir framfærslu | Aðalsíða | Allt nema tennurnar »

Fimmtudagur 15. febrúar 2007

Vinir Akureyrarvallar

Nú er ég rétt komin af fundi sem haldinn er á vegum félags sem kallar sig "Vinir Akureyrarvallar" en meginmarkmið þeirra er að standa vörð um íþróttavöll Akureyrar í hjarta bæjarins. Til stendur skv. nýju aðalskipulagi að byggja upp á íþróttasvæðum Þórs og KA en nýta núverandi íþróttarvallarsvæði fyrir verslun, þjónustu, íbúðir og útivist.

Ég tel að það skipti miklu máli hvað íþróttamönnum á Akureyri finnst koma félögunum best og þeirra íþróttastarfi því bíð ég eftir að þeir tjái sig aftur og skýrar hvort þeir séu sáttir við það sem er í gangi. Þeir hafa réttilega bent á að ekki er komið á hreint hvernig nákvæmlega uppbyggingunni verður háttað.

Helstu rök fyrir því að leggja völlinn niður er sú að þá fáist peningar til þess að byggja upp á íþróttasvæðunum með sölu reitsins en þá tel ég að það þurfi að nýta mikinn hluta hans undir byggingar til að fjármagna það sem þarf að gera. Þó ég hafi fullan skilning á því að sveitarfélag þurfi á peningum að halda til þess að byggja upp íþróttasvæði þá velti ég fyrir mér hvort það er réttlátt að setja félögin í þá stöðu sem nú er uppi.

Hitt er þó alveg skýrt í mínum hug að það er ekki eftirsóknarvert að setja þar upp stórmarkað með bílastæðaplani og blokkir. Þetta er grænt svæði í hjarta bæjarins og þannig vildi ég hafa það áfram þó svo að hlutverkið geti eitthvað breyst í útivistarsvæði, leiksvæði eða þá húsdýragarð eins og áhugi kom fram um á íbúaþinginu "Akureyri í öndvegi".

kl. |Pólitík

Álit (4)

Vonandi komist þið að niðurstöðu um íþróttavöllinn.

Leiðinlegt þegar fer fyrir mönnum eins og í Garðabæ þar sem miljóna tugum var kastað á glæ þegar nægt hefði slá upp skýli utan um einn þriggja sæta sófa.

Föstudagur 16. febrúar 2007 kl. 13:46

Jon Ingi:

Íþróttafélögin hafa öll tjáð sig um þá stefnu sína að fjármagni verði beint til uppbyggingar aðstöðu félagssvæðanna. Upp á síðkastið hafa þau ítrekað þá afstöðu sína. Aðalskipulag var samþykkt mjög nýlega og þar er mörkuð sú stefna að leggja svæðið af til íþróttaiðkunar og sú ákvörðun er í fullri sátt við þá sem stjórna iþróttamálum hér í bæ. Það væri sérkennilegt hjá bæjaryfirvöldum að aðhafast eitthvað það sem gengi gegn slíku og dreifði fjármagni um of. Akureyri ætlar að halda landsmót og það kostar sveitarfélagið nokkur hundruð milljónir og því skynsamlegast að nota það í uppbyggingu sem nýtast íþróttafélögunum best. Það er auðvelt að skilja tilfinningar manna gagnvart svæðinu við Glerárgötu en stundum þarf að taka ákvarðanir sem snerta slíkt....

Föstudagur 16. febrúar 2007 kl. 16:41

Gísli Gíslason:

Það er náttúrulega bara sorglegt að leggja eigi íþróttavöll Akureyrar niður og reisa þar, ja ég veit ekki hvað, risa bílastæði og stórmarkað?
Það er eins og að menn átti sig ekki á að íþróttavöllurinn er perla í miðbænum sem á ekki að hreyfa við.
Ímynd Akureyrar bíður hnekki ef af þessu slysi verður.
Fólk sem býr í öðrum bæjarfélögum á ekki orð yfir þessari heimsku.
Akureyrarvöllur er eitt af einkennum sem fólk sem heimsækir Akureyri man eftir og er hluti af ímynd bæjarsins. Er þar í flokki með Akureyrarkirkju,Lystigarðinum og sundlaugarsvæðinu.
Stórmarkaði á að reisa í útjaðri bæja en halda svona fallegum svæðum miðsvæðis ósnortnum.
Þó að enginn væri spilaður fótbolti á vellinum, þó að engar væru þar frjálsar íþróttir stundaðar, eigum við samt að halda þessu svæði grænu.
Hafa jafnvel fótboltavöll fyrir almenning og/eða garð þar sem fólk getur komið, rölt um og slappað af í miðbænum.
Það hafa greinilega einhverjir verið afvegaleiddir í þessu máli og megn peningalyktin hefur ruglað fólk í ríminu.
Ég vona að þó eitthvað sé búið að skipuleggja og eitthvað sé búið að samþyggja, átti menn sig á hvaða vitleysu er verið að fara útí.Það er aldrei of seint að snúa við.
Dauðadæmdur maður er ekki dauður fyrr en búið er að hengja hann.

Föstudagur 16. febrúar 2007 kl. 23:31

Jón Ingi:

Þetta er tilfinningamál það vita allir. Þetta snýst um það að vilja halda mannlausum þriggja hektara minnisvarða í miðbæ Akureyrar..Ef fólk í öðrum sveitarfélögum finnst Akureyringar heimskir þá verður bara að hafa það enda vafalaust afar dómbærir til að meta þetta mál fyrir okkur :-)
Akureyringar hafa valið þessa leið sjálfir og því breyta ekki gáfaðir nágrannar okkar þrátt fyrir allt.

Sunnudagur 18. febrúar 2007 kl. 00:11

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.