« Björgunarþyrla verður á Akureyri | Aðalsíða | Börnin eru framtíð okkar allra »

Miðvikudagur 28. mars 2007

Ingibjörg Sólrún sterkur formaður

Formaður Samfylkingarinnar hefur orðið fyrir ótrúlegu einelti undanfarið þar sem sumir í einfeldni sinni trúa því að hún sé upphaf og endir alls í Samfylkingunni. Við eigum sterkan og góðan formann og öfluga liðsheild. Það er því lýjandi þegar andstæðingar beita þeim rökum að formaðurinn okkar sé að þeirra mati helsti ljóður á ráði Samfylkingarinnar. Undir hennar stjórn muni ríkisreksturinn fara illa o.s.frv. Í ljósi þess að við búum ekki við stöðugleika og óróleiki á fjármálamarkaði hefur sjaldan verið meiri þá er skrýtið þegar menn láta kasta ryki í augun á sér.

Ingibjörg Sólrún hefur sýnt að hún er sterkur forystumaður hún leiddi margar góðar breytingar í rekstri Reykjavíkurborgar og undir hennar stjórn blómstraði borgin með jafnrétti og velferð að leiðarljósi. Það eina sem gerði Reykjavíkurborg erfitt fyrir er nákvæmlega það sama og er að gera öllum sveitarfélögum erfitt fyrir en það er óréttlát skipting tekna milli ríkis og sveitarfélaga.

Hún var nútímalegur stjórnandi, óhrædd við kreddur samfélagsins. Hún gekk fremst í flokki á Gay pride hátíðinni þegar aðrir vildu helst ekki að samkynhneigðir mættu sjást. Hún sá til þess að konur voru til jafns við karla við stjórnun borgarinnar. Margt fleira mætti telja til.

Það væri því afar eftirsóknarvert að fá jafn reyndan og öflugan stjórnanda sem forsætisráðherra Íslands. Kona með þekkingu, reynslu með öfluga stjórnunarhæfileika er einmitt það sem við þurfum til að koma á meira jafnvægi á efnahagslífið á Íslandi.

Það verða eflaust einhverjir sem láta kasta ryki í augun á sér í kosningabaráttunni en hver sem skoðar málið sjálfur mun sjá hver raunveruleikinn er.

kl. |Pólitík

Álit (2)

Þóra Rósa:

Já það er undarlegt hvað gerist í umræðunni gagnvart sterkum frábærum konum á sviði stjórnmála. Í raun þarf að kryfja þetta betur til mergjar til að geta haft einhver áhrif á það þegar boltinn fer af stað úttroðinn af vitleysu.

En það sem knýr fram vitleysuna er jú óttinn við ágæti Ingibjargar Sólrúnar og vissan fyrir því að sem stjórnarliði og leiðtogi hennar verður hún sterkari en nokkru sinni fyrr. Ingibjörg Sólrún er nefnilega lausnamiðuð og þannig fólk nýtur sín allra best og sem aldrei fyrr þegar það hefur tækifæri til að koma með lausnirnar. Og það vita andstæðingarnir - og þá Ingibjörgu óttast þeir.

Stöndum okkur, Ingibjörg Sólrún þarf að fá öflugan þingflokk með sér - og þá...

Miðvikudagur 28. mars 2007 kl. 18:16

Þetta er einmitt málið, Ingibjörg Sólrún er og hefur alltaf verið samkvæm sjálfri sér og vinnur verkin af nákvæmni. Það er nú eiginlega ótrúlegt að almenningur sé það vitlaus að hann sjái ekki í gegnum þetta sjónarspil stjórnarflokkanna, þeir eru vissulega að leggja formanninn okkar í einelti af hræðslu og engu öðru.

Föstudagur 30. mars 2007 kl. 07:22

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.