« Íðilfagur tunglmyrkvi | Aðalsíða | Jöfnum leikinn »

Þriðjudagur 6. mars 2007

Skógrækt og kolefnisbinding

Þegar ég var fyrir austan fyrir helgi heimsótti ég meðal annars skógræktarstöðina Barra á Egilsstöðum. Þar hitti ég Skúla Björnsson framkvæmdastjóra og við fórum að ræða skógrækt og sérstaklega möguleika hennar á að binda kolefni í jarðvegi og gróðri. Skúli benti mér á ýmis merki þess að líklegt má telja að fólk og fyrirtæki séu farin að hyggja að því að sjá til þess að binda kolefni í samræmi við koltvísýring sem sleppt er út í andrúmsloftið.

Möguleikar okkar Íslendinga á því að binda kolefni eru miklir þar sem við eigum mikið af gróðursnauðu landi eftir uppfok og gróðureyðingu. Samkvæmt ódagsettum upplýsingum á vef Landgræðslunnar er talið að með uppgræðslu megi binda kolefni sem samsvarar allri losun gróðurhúsalofttegunda í 500 ár.

Nú má gera ráð fyrir að kvóti verði á losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og því brýnt fyrir fyrirtæki að binda kolefni til þess að nýta kvótann vel. Eins og við vitum hafa Samfylkingarmenn á Húsavík lagt til að ef verður af álveri þar þá muni verða sérstök áætlun og aðgerðir í kolefnisbindingu á sama tíma. Enda eru þar miklir áhugamenn um skógrækt. En það er spurning hvort það verði ekki framtíðaratvinnuvegur á Íslandi að selja trjáplöntur og gróðursnauð svæði til að selja kolefnisbindingu þannig að fyrirtæki sem losa gróðurhúsalofttegundir geti haldið áfram rekstri.

Verður þetta til þess að Ísland verði aftur íðilgrænt?

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.