« Sviptingar í Reykjavík | Aðalsíða | Ég vil Tinnasöngleik »

Föstudagur 25. janúar 2008

Hættur - farinn

Það var kannski ekki óvænt að frétta af ákvörðun Björns Inga í Reykjavík en engu að síður vonbrigði. Af þeim ungu stjórnmálamönnum sem hafa verið að skipa sér í forystu stjórnmálaflokkanna hefur hann verið með þeim kraftmeiri og axlað þá ábyrgð sem hann tók að sér af öryggi. Engan óraði fyrir því að hann næði að rífa upp fylgi Framsóknarmanna eins og hann gerði í Reykjavík og ná kjöri til borgarstjórnar.

Það er hinsvegar ekki hægt að vinna undir því álagi sem hann hefur verið í langan tíma án þess að virkilega endurskoða hvort menn vilji yfirhöfuð vinna fyrir samfélagið, fórnarkostnaðurinn er einfaldlega of mikill. Þegar samflokksmaður ræðst jafn hatrammlega að félaga sínum og Guðjón Ólafur Jónsson gerði er ekki hægt annað en hafa á því skömm. Mér segir svo hugur að með aðför sinni hafi hann endanlega gengið frá sínum eigin stjórnmálaferli.

Með Birni Inga kastaði Framsóknarflokkurinn öflugum liðsmanni fyrir borð.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.