Upplýsingatækni og menntun

Meðfylgjandi greinar hef ég skrifað um upplýsingatækni og menntun:

  • Aðferðafræði fjarkennslu
    Distance Educational Methods

  • Fartölvur í námi - framtíð eða fyrirhöfn
    Laptops in education - The future or bother

  • Gagnasafnsfræði
    Databases

  • Vefdagbækur - Hexia

  • Vefleiðangrar
    WebQuest

  • HA - 12.02.2004 (ppt skjal)

  • Glerárskóli 25.02.2004 (ppt skjal)

  • Drangsnes - 24.03.2004 (ppt skjal)


  • Færslur í dagbókinni um upplýsingatækni og menntun (Allar færslur):

    Sunnudagur 13. mars 2011

    Khan Academy

    Mjög áhugavert og síðan er efni á Khan academy fyrir nám í stærðfræði, tölfræði, efnafræði, eðlisfræði og mjörgu fleiru. Mjög spennandi.

    kl. 20:16|Menntun / UT || Álit (3)

    Mánudagur 25. febrúar 2008

    Ótrúlegt hvað tíminn líður

    Frænka mín benti mér á þessa grein í PC World og ég fékk dálítið sjokk. Þar sem ég byrjaði í tölvubransanum um 1980 þá hefur margt breyst. Það er hinsvegar skrýtið að sjá gömlu tækin sín við hliðina á því sem nú þekkist. Svo fannst manni munurinn á sláttuvél miðað við orf og ljá mikill? Hvað ætli nútímatölvan sé miklu afkasta meiri en sú fyrir 20 árum miðað við það?

    Ótrúlegt hvað tíminn líður.

    kl. 23:20|UT || Álit (2)

    Miðvikudagur 26. september 2007

    Skólabörn prófa tölvu

    Var bent á skemmtilega grein þar sem nemendur voru látnir prófa nýja fartölvu. Verkefnið heitir One Laptop Per Child (OLPC) þar sem markmiðið er að útbúa sérstaka tölvu fyrir börn. Aðal hvatamaðurinn er Nicholas Negroponte sem horfir m.a. til skrifa Seymour Papert sem hafði mikla trú á því hvernig mætti nota tölvur í námi og kennslu. Ég hef haft mikla trú á þeim hugmyndum og vonaðist til að þær myndu ná árangri. Því miður hefur okkur ekki borið gæfa til að ná almennri tölvunotkun inn í nám og kennslu, þær eru enn yfirleitt í sérstökum þróunarverkefnum eða fylgja frumkvöðlum eða öðru sem mætti skilgreina sem sér. Sumir hafa náð feykigóðum árangri en ekki er hægt að segja að menntakerfið í heild sinni hafi náð þeim árangri að tölvur séu markvisst verkfæri í námi nemenda. Reyndar hefur verið býsna strembið fyrir sveitarfélög að ná því markmiði að kennarar hafi fartölvu hvað þá að vinna markvisst að notkun þeirra í skólanum. Helst hafa menn haft áhuga á að kennarar fái betri verkfæri til skriffinsku af ýmsum toga s.s. mætinga, samskipta við foreldra eða öðru því sem tengist utanumhaldi um nám. Ef til vill verður þetta verkefni til þess að þetta breytist.

    kl. 09:02|UT ||

    Fimmtudagur 28. júní 2007

    Nýjasta tækni

    Þetta er með því alfyndnasta sem ég hef séð, sniðugt þegar menn gera grín að upplýsingatækninni:

    kl. 18:30|UT || Álit (1)

    Knúið af Movable Type 3.33
    Lára Stefánsdóttir
    Meira um Láru Stefánsdóttur | Hafðu samband


    Tenglar um upplýsingatækni

    Nýjustu myndirnar


    Aðrir bloggarar



    Lára Stefánsdóttir
    P.O Box 472
    602 Akureyri
    Ísland / Iceland
    GSM: +896 3357
    Email: lara [at] lara.is




    Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

    ©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.