Allar færslur í flokknum Menntun. Aftur á aðalsíðu

Khan Academy

Mjög áhugavert og síðan er efni á Khan academy fyrir nám í stærðfræði, tölfræði, efnafræði, eðlisfræði og mjörgu fleiru. Mjög spennandi.

Sunnudagur 13. mars 2011 kl. 20:16|Menntun / UT || Álit (3)

Fartölvur fyrir öll börn í Uruguay, Perú og Líbíu

Var að lesa grein um átak ríkisstjórna í tveimur löndum Uruguay og Líbíu um að hvert barn hefði fartölvu við námið (OLPC One laptop per child). Mastersverkefnið mitt fjallaði einmitt um nemendur með fartölvur í Menntaskólanum á Akureyri árin 1999-2001.

Í framhaldi af lestri þessarar greinar heyrði ég síðan í félaga mínum í menntamálaráðuneyti Perú sem sagði mér að þeir eru að byrja á þessu verkefni líka.

Það verður afar spennandi að fylgjast með hvernig heilu þjóðirnar fartölvuvæða grunnskólanemendur og hvernig það gengur. Í Perú veit ég að vandinn er einnig sá að sumir skólar eru afar afskekktir á Amazon svæðunum og þegar ég var þar fyrir nokkrum árum var vandinn að fá rafmagn og símasamband þangað svo það væri fróðlegt að vita hvort það sé breytt.

Laugardagur 3. nóvember 2007 kl. 08:14|Menntun || Álit (0)

Farvel fúla vitleysa

Hímandi út í horni gefst þriðji menntamálaráðherrann loks upp undan þeirri hringavitleysu sem samræmd próf í framhaldsskólum svo sannarlega eru. Fyrir utan að samræmd próf á Íslandi geisla ekki beinlínis af réttmæti og áreiðanleika (þeim gullnu hugtökum samræmdra prófa) þá eru þau frekar lélegar mælistikur á skólastarf. Þau réttlæta allavega ekki allt það írafár og kostnað sem af þeim skapast. Eina gagnið sem ég sé af þeim er að ungt fólk sem lifir sældarlífi hefur gott af hæfilegum terror og tilfinningarúllettum. Fyrir annað ungt fólk eru þau gagnslaus. Sem ætti nú að benda mönnum á að vera ekki með þessa hrúgu af samræmdum prófum í grunnskólum. Samræmd próf eyðileggja skólastarf að mínu mati og menntun manna. Mæli frekar með því að nemendur keppi í skák en utanbókarlærdómi á ýmsum sviðum. Síðan er hægt að hampa skólanum sem á flesta skákmeistara. Eða keppa í frímerkjasöfnun, smásagnakeppni, uppfinningum, söng eða hverju því sem þau vilja yfir höfuð keppa í.
Lesa meira Lesa meira um "Farvel fúla vitleysa" »

Laugardagur 25. febrúar 2006 kl. 00:25|Menntun / Pólitík || Álit (7)

Einelti á Netinu

Vinkona mín benti mér á vef sem fjallar um einelti á Netinu eða Cyberbullying sem ég hef áður talað um inn á þessari síðu í ýmsu samhengi. Verð að geyma hana til lestrar síðar þar sem ég er á kafi út af prófkjörinu, vinnunni og undirbúningi árshátíðar. Væri gaman að fá athugasemdir ef einhver má vera að því að lesa þetta.

Þriðjudagur 1. nóvember 2005 kl. 12:03|Menntun || Álit (3)

Bréf vegna Barnalands

Ég sendi áðan bréf til dómsmálaráðherra, ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla, ritstjóra Barnalands og ritstjórn Morgunblaðsins. Ég tel að það sé nauðsynlegt að grípa inn í þessi mál. Hér á eftir fer bréfið:
Lesa meira Lesa meira um "Bréf vegna Barnalands" »

Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 15:37|Menntun / Pólitík || Álit (112) | Vísanir (2)

Íslenskan og nútíminn

Umræða um móðurmálið hefur eflst undanfarið eftir að Frú Vigdís Finnbogadóttir lýsti áhyggjum sínum á Hólahátíð með bloggskrif ungmenna. Ég verð nú að segja að fyrst og fremst finnst mér bráðmerkilegt og mikilvægt hversu mikið ungmenni á Íslandi eru að skrifa, um daginn og veginn, hvað þeim finnst og margt fleira. Þau hafa þarna jafnvel samskipti milli blogga eða vefdagbóka. Þetta höfum við Harpa Hreinsdóttir svosem gert, miðaldra kjéllíngarnar, lengi og haft gaman af. Sérstaklega ef við erum ósammála eins og má finna með góðum vilja í tengslum við nýja færslu hennar um blogg og forsetann fyrrverandi. En vefdagbækur eru einmitt bráðskemmtilegt tjáningarform þar sem hægt er að hafa samskipti við þá sem vilja lesa það sem maður skrifar, tja eða bara orða hugsanir sínar sem getur verið virkilega skemmtilegt þó enginn lesi stafkrók.
Lesa meira Lesa meira um "Íslenskan og nútíminn" »

Miðvikudagur 17. ágúst 2005 kl. 09:14|Menntun || Álit (14)

Aukin netnotkun ungmenna í BNA

Nýleg könnun frá Pew Internet & American Life Project sýnir fram á talsverða aukningu á notkun bandarískra ungmenna á Internetinu. Í umfjöllun þeirra kemur fram að 87% ungmenna á aldrinum 12-17 ára nota netið. Hinsvegar nota þau það á annan hátt í samskiptum við jafnaldra en fullorðna s.s. foreldra og kennara. Þau nota spjallforrit við þau samskipti en tölvupóst við þá fullorðnu. Netið er þeim uppspretta frétta, upplýsinga um heilbrigðismál og fróðleik af ýmsu tagi. Þau leika sér, spjalla saman og skrifa vefdagbækur (blog). Menntun ungmenna virðist því í auknum mæli sjálfsprottin þar sem þau velja sér þekkingu en stýrð þekkingarmiðlun á vegum skólastofnana virðist að mínu mati ekki taka mið af þessum breytingum hér á landi sem svo sannarlega er ekki minni hér á landi en í Bandaríkjunum.

Föstudagur 29. júlí 2005 kl. 09:22|Menntun || Álit (0)

Áhugasamir kennarar;-)


#
Skilaboð sendi Lára
Sent með GSMbloggi Hex

Miðvikudagur 1. júní 2005 kl. 13:54|Menntun || Álit (0)

Frá Þelamerkurskóla


Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

Miðvikudagur 1. júní 2005 kl. 13:53|Menntun || Álit (0)

Ný stefna um UT og menntun

Nú hefur birst á netinu ný stefna menntamálaráðuneytisins um UT og menntun sem kallast Áræði með ábyrgð. Ég var búin að skanna hana en á eftir að kryfja hana gaman væri að heyra í öðrum sem eru að pæla í gegnum ritið. Eða eru svona plögg kannski mest fyrir skúffuna og námsmenn?

Þriðjudagur 29. mars 2005 kl. 09:33|Menntun || Álit (11)

Á UT2005

Í dag er ég á UT2005 og þar er frábært að vera, margt um manninn og hægt að hitta á einum og sama staðnum fjölmarga sem ég hef kynnst í gegnum tíðina á þessu sviði. Frábært að þessi ráðstefna er haldin á hverju ári! Var að skoða nýju stefnu menntamálaráðuneytisins um upplýsingatækni og menntun sem mér líst harla vel á og kallast "Áræði með ábyrgð". Þarf að skoða hana nánar, en nú er að einbeita sér að ráðstefnunni, taka myndir og síðan leggja af stað til Jórdaníu á morgun. Fyrst til Amsterdam þar sem ég ætla að gá hvort ég finn Tinna söngleikinn og síðan áfram til Amman um kvöldið.

Föstudagur 4. mars 2005 kl. 14:25|Menntun || Álit (2)

Bloggar og bókasöfn

Sunna Njálsdóttir bókasafnsfræðingur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga var að benda mér á þessa frábæru síðu um blogg og bókasöfn ásamt ráðstefnu þann 25. maí. Nú væri gaman að frétta ef einhver fer héðan.

Weblogs på bibliotekerne i Skandinavien - Danmarks Biblioteksskole, Konsulentafdelingen

Weblogs på bibliotekerne i Skandinavien 26. maj 2005 på Danmarks Biblioteksskole

Miðvikudagur 2. febrúar 2005 kl. 14:11|Menntun / Um blogg || Álit (0)

Foreldrar kunna meira á netið en börnin

Eftirfarandi frétt birtist hjá CNN í gær og kollvarpar þeim hugmyndum að börn kunni meira á netið en börn þeirra. Virkilega áhugaverð könnun og það væri gaman að skoða sama mál hér á landi en mér kæmi ekki á óvart að niðurstaðan væri sú sama.

Study finds parents perform better online than teens - Jan. 31, 2005

The cliché of Web-savvy teenagers clicking circles around their parents is simply not a reality, according to a new study by the Nielsen Norman Group that challenges Internet stereotypes of teen "technowizards."

Þriðjudagur 1. febrúar 2005 kl. 21:22|Menntun || Álit (0)

Hópvefir

Nú er sífellt að færast í aukana að kennarar séu að setja upp hópvefi fyrir nemendur og nýta til þess Hexia vefdagbókarkerfið. Það kemur mér sífellt á óvart hversu mjöguleikarnir eru miklir og hversu vefsíðugerð öll verður einfaldari á allan hátt. Áður fór talsverður tími í vefsíðugerð nemenda í alskyns faggreinum en nú er hægt að búa vefsíðu til á nokkrum mínútum, senda á hana með tölvupósti, af vef eða úr síma og margir nemendur geta unnið á sömu vefsíðuna. Ég varð mjög glöð þegar fyrirtækið sem ég vinn hjá "Þekking" gerði samning við Hex hugbúnað um þjónustu við skóla við þennan búnað og ég hlakka mjög til að fást við það viðfangsefni.

Þriðjudagur 18. janúar 2005 kl. 09:18|Menntun / Um blogg || Álit (5)

Af tölvum verða börnin heimsk

Ég var að lesa greinina "PC's makes kids dumber" sem birtist í "The Register" 7. desember. Þar segir m.a. "Those using computers several times a week performed "sizably and statistically significantly worse" than those who used them less often." Ég veit að þetta er akkúrat fyrir Hörpu sem mun verða glöð við en ég aftur á móti efast um þessar niðurstöður enda eru megindlegar mælingar oft fremur skakkar (já Tryggvi) þar sem niðurstöður eru ekki endilega að mæla það sem menn vilja meina.
Lesa meira Lesa meira um "Af tölvum verða börnin heimsk" »

Fimmtudagur 9. desember 2004 kl. 09:12|Menntun / UT || Álit (4)

Stúlkur og stærðfræði

Þessi frétt vakti óskipta athygli mína í Morgunblaðinu í dag. Hvað getum við gert til að stúlkur fái betri sjálfsmynd þegar kemur að stærðfræði?

Mbl.is - Frétt Það vekur sérstaka athygli að þrátt fyrir að stúlkur í 10. bekk séu mun betri í stærðfræði en drengir þá eru drengirnir mun öruggari með sig þegar þeir eru spurðir um stærðfræðikunnáttu, og hafa mun frekar þá mynd af sjálfum sér að þeir séu betri í stærðfræði en stelpurnar. "Strákarnir hafa miklu betra sjálfsálit og sjálfsöryggi í stærðfræði en stelpur, sumar konur túlka þetta sem klassískan karla-gorgeir en ég veit ekki alveg hvernig á að túlka það. Það er allavega alveg ljóst að hér er ákveðin þversögn á ferðinni," segir Júlíus.

Þriðjudagur 7. desember 2004 kl. 09:25|Menntun || Álit (10)

Hvernig á maður að kenna?

Ég hef verið að kenna UTN102 og nemendur mínir eru ekki kátir. Þeir eru ekki ánægðir með verkefnin og finnst vinnan allt of mikil. Ég hinsvegar klóra mér í höfðinu og skil ekki alveg út á hvað málið gengur þar sem vinnuálagskönnun sem lögð er fyrir í hverri viku virðist frekar endurspegla að vinnuálag á nemendur sé of lítið. Breyttir kennsluhættir virðast heldur ekki falla þeim vel í geð og mér skilst helst að þeir vilji fá leiðbeiningar og verkefni af gamla taginu þar sem útlistað er lið fyrir lið hvað þau eiga að gera.
Lesa meira Lesa meira um "Hvernig á maður að kenna?" »

Föstudagur 19. nóvember 2004 kl. 11:03|Menntun / UT || Álit (35) | Vísanir (1)

Fallít einkaskólar

Hvernig skyldi málum varðandi einkaskóla vera háttað hér á landi? Er hætta á því sama og gerist hér í Kaliforníu?

The New York Times > Education > Collapse of 60 Charter Schools Leaves Californians Scrambling

It had been a month since one of the nation's largest charter school operators collapsed, leaving 6,000 students with no school to attend this fall. The businessman who used $100 million in state financing to build an empire of 60 mostly storefront schools had simply abandoned his headquarters as bankruptcy loomed, refusing to take phone calls. That left Mr. Larson, a school superintendent whose district licensed dozens of the schools, to clean up the mess.

Föstudagur 17. september 2004 kl. 14:52|Menntun / Pólitík || Álit (0)

Gáfnapróf eru ennþá til...

Því miður ekki nógu mikið að marka þau en skemmtileg hugarleikfimi;-)

Tickle: Tests, Matchmaking and Social Networking

Congratulations, Lara! Your IQ score is 131 This number is based on a scientific formula that compares how many questions you answered correctly on the Classic IQ Test relative to others. Your Intellectual Type is Insightful Linguist. This means you are highly intelligent and have the natural fluency of a writer and the visual and spatial strengths of an artist. Those skills contribute to your creative and expressive mind. And that's just some of what we know about you from your test results.

Þriðjudagur 14. september 2004 kl. 11:17|Menntun || Álit (0)

Samræmd próf og fartölvur

Hér birtist enn ein greinin um rannsókn þar sem nemendur koma ekki betur út á prófum séu þeir með fartölvur. Hvenær ætli menn fari að skilja að samræmd próf mæla illa þann ávinning sem nemendur hafa af fartölvum og eru í raun skakkur mælikvarði á menntun nemenda. Tja nema kannski í stagli og utanbókarlærdómi sem gagnast fremur lítið nútildags.

Standardized tests show no benefit to laptops

Það er mikilvægt að menntageirinn fari að vakna til nútímans og hætti að bregða trénuðum mælistikum á menntun. Þetta er eins og að reyna að mæla lengd með vikt eða mæla mjólkurmagn með reglustiku.

Miðvikudagur 25. ágúst 2004 kl. 11:11|Menntun || Álit (14)

Tölvur örva vitsmuni leikskólabarna

Í fréttum frá Tæknival sem ég er áskrifandi í dag sá ég ábendingu um rannsókn sem sýnir fram á að notkun nemenda í leikskólanámi örvar vitsmuni þeirra. Grunngreinina má síðan lesa hér á Brudirect.com. Leikjatölvur heima virðast hinsvegar ekki hafa sömu áhrif. Hér staðfestist enn og aftur sú staðreynd að hagnýting upplýsingatækni í námi og kennslu í réttu samhengi við viðfangsefnin er gríðarlega mikilvæg og meðan nemendur hafa ekki jafnan aðgang er mismunun milli nemenda í námi.

Þriðjudagur 8. júní 2004 kl. 09:23|Menntun / UT || Álit (4)

Opin námskeið - OpenCourseWare

Nú hefur færst í aukana að námsefni og námskeið eru lokuð inni í kennsluumhverfi háskólanna t.d. í WebCT. Hjá MIT eru hinsvegar til s.k. opin námskeið þar sem allt sem tilheyrir námskeiðinu frá kennarans hálfu, námsáætlanir, glærur, ítarefni o.fl. liggur á netinu aðgengilegt fyrir alla. Nú eru þarna um 700 námskeið um fjölbreytt efni. Hver sem er má nota efnið, breyta því og nota í sinni kennslu eða við sína vinnu svo fremi sem uppruna sé getið. Þetta held ég að sé mjög til fyrirmyndar.

Miðvikudagur 2. júní 2004 kl. 10:56|Menntun / UT || Álit (0)

Af hverju UT og menntun?

Samkvæmt riti KK stiftelsen í Svíþjóð er nauðsynlegt að mennta ungt fólk til að vinna í nútímasamfélagi og ná árangri með þeirri tækni sem þar er notuð. UT er talin hafa áhrif á breytingar í skólastarfi gerir skólann sveigjanlegri og eykur gæði. UT er talin auka möguleika fatlaðra við nám og einnig er UT talin verkfæri sem eykur námsvirkni. Nýleg bresk rannsókn ImpaCT2 sýnir að nemendur í grunnskóla sem nota upplýsingatækni í námi sýna marktækt betri árangur á samræmdum prófum hjá nemendum í öllum aldurshópum.
Lesa meira Lesa meira um "Af hverju UT og menntun?" »

Fimmtudagur 6. maí 2004 kl. 11:20|Menntun / Pólitík || Álit (0)

Brottfall nemenda úr framhaldsskólum

Í dag var rætt á Alþingi um brottfall úr námi á framhaldsskólastigi. Okkur Íslendingum gengur harla illa að takast á við þetta vandamál og sitjum því uppi með brottfall sem er talsvert meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Ástæðurnar eru áreiðanlega margþættar og því nauðsynlegt að grípa til öflugra aðgerða í stað þess að koma með „smálausnir“ sem virðast því miður hindra heildstæða vinnu við að koma á breytingum.
Lesa meira Lesa meira um "Brottfall nemenda úr framhaldsskólum" »

Miðvikudagur 5. maí 2004 kl. 16:25|Menntun / Pólitík || Álit (3)

Háskólinn á Akureyri vængstýfður

Í gær samþykkti háskólaráð Háskólans á Akureyri reglur um fjöldatakmörkun við skólann þar sem setja á skorður við fjölda nýnema í öllum deildum skólans. Þetta eru ömurleg tíðindi sérstaklega í ljósi þess að ein helsta atvinnuuppbygging á Akureyri er einmitt tengd háskólanum, menntunarstig svæðisins þarf að vaxa sem og þess að Háskólinn á Akureyri er landsbyggðarháskóli sem þjónustar nemendur í dreifbýli á markvissan hátt. Þessi skóli þarf að fá að vaxa og dafna en hefur nú verið vængstýfður með takmörkuðum fjárveitingum og skilaboðin ljós, það á ekki að styðja við stækkun Háskólans á Akureyri.
Lesa meira Lesa meira um "Háskólinn á Akureyri vængstýfður" »

Miðvikudagur 21. apríl 2004 kl. 11:55|Menntun / Pólitík || Álit (0)

Pygmalion áhrifin

Ég var að lesa grein sem heitir "The Self-fullfilling Phrophesy or Pygmalion Effect" sem fjallar um hvaða áhrif framkoma hefur á mannveruna. Mér hefur þótt augljóst að nemendur bregðast við kennara sínum í samræmi við hvernig hann kemur fram við nemandann. Er ekki líklegra að nemandi standi sig vel þegar kennarinn býst við góðu frá honum heldur en þegar ævinlega er vænst slaks árangurs og hegðunarvandamála?

Miðvikudagur 7. apríl 2004 kl. 09:11|Menntun || Álit (0)

Er upplýsingatækni börnum hættuleg?

Mér finnst það í meiralagi undarleg þróun þegar kennarar og skólar eru að leggja áherslu á að berjast gegn notkun nemenda á upplýsingatækni og telja að það stuðli að einhverju sem þeir skilgreina sem "betra". Sverrir Páll Erlendsson kennari við Menntaskólann á Akureyri benti einmitt á þetta í ágætum pistli í vefdagbókinni sinni.
Lesa meira Lesa meira um "Er upplýsingatækni börnum hættuleg?" »

Þriðjudagur 6. apríl 2004 kl. 16:10|Menntun / UT || Álit (6)

Gagnvirk samskipti við nemendur í kennslustund

Ég fæ oft góðar ábendingar frá Jóni Erlendssyni um efni sem tengist upplýsingatækni og menntun. Svo var í dag í grein eftir Stephanie Birdsall sem fjallaði um gagnvirk samskipti við nemendur í kennslustund með sérstökum búnaði frá eInstruction og kallast Classroom Performance System.
Lesa meira Lesa meira um "Gagnvirk samskipti við nemendur í kennslustund" »

Þriðjudagur 6. apríl 2004 kl. 09:52|Menntun / UT || Álit (0)

Dreifnám

Þetta tiltölulega nýja orð hefur nú öðlast sess í íslenskri tungu þó margir viti ekki hvað í því felst. Segja má að með dreifnámi sé blandað saman fjarnámi og staðbundnu námi. Dreifskóli er síðan skóli þar sem nemandi getur valið sér nám úr mörgum skólum og stundað í fjarnámi, dreifnámi eða staðbundnu námi allt eftir því sem hentar hverju sinni. Fyrir okkur Íslendinga sem búum nokkuð dreifbýlt ættu þessir möguleikar að vera gríðarlega eftirsóknarverðir enda hafa margar menntastofnanir tekið upp dreifnám og margir skólar orðnir dreifskólar.
Lesa meira Lesa meira um "Dreifnám" »

Þriðjudagur 6. apríl 2004 kl. 08:23|Menntun / UT || Álit (16)

Upplýsingatækni í námi

Rakst á áhugaverða grein um hlutverk upplýsingatækni í námi eftir Yusuf Sayed. Þarna er verið að velta fyrir sér hvaða hlutverki upplýsingatæknin hefur sem og hvaða þætti þarf að hafa í huga - og ekki reikna með að það séu bara græjurnar. Fín grein.
Lesa meira Lesa meira um "Upplýsingatækni í námi" »

Miðvikudagur 25. febrúar 2004 kl. 15:08|Menntun / UT || Álit (0)

Símenntunargreining

Undanfarin ár hef ég velt mikið fyrir mér hvernig best er að móta símenntun fyrir kennara þannig að hún nýtist þeim best til að nota tölvur í námi og kennslu. Ég hef þróað aðferð sem ég er afar hrifin af og virðist gefast vel.
Lesa meira Lesa meira um "Símenntunargreining" »

Föstudagur 23. janúar 2004 kl. 15:40|Menntun / UT || Álit (3)

Meistaraprófið í höfn

Á laugardaginn útskrifaðist ég með meistarapróf í uppeldis- og menntunarfræði frá Kennaraháskóla Íslands. Mikið óskaplega er gott að hafa lokið þessu loksins eftir mikla vinnu og margar andvökur. Ég gerði rannsókn á fartölvum í námi og kennslu við Menntaskólann á Akureyri á árunum 1999-2001 og þótti vænt um að í dag birtist einmitt frétt um þetta á vef skólans.
Lesa meira Lesa meira um "Meistaraprófið í höfn" »

Mánudagur 27. október 2003 kl. 15:31|Menntun || Álit (8) | Vísanir (1)

Glósur, gagnlegar eða kostnaðarsamar?

Var að lesa pistil Jóns Erlendssonar um glósugerð nemenda. Ég hef oft velt því fyrir mér hversu gagnlegur þessi námsmáti er að skrifa eftir kennurum. Auðvitað er gott að taka niður punkta en stundum eru þetta heilu ritverkin. Sumir fá sér fartölvur til að vera fljótari... er það rétt notkun á fartölvu í námi?

Mánudagur 29. september 2003 kl. 22:00|Menntun || Álit (0)

Réttritun, málfar, setningafræði og heimildir

Eins og þeir sem næst mér standa vita þá er ég búin að vera að skrifa meistaraprófsritgerð í þónokkurn tíma. Í upphafi hlakkaði ég svolítið til að spreyta mig á viðfangsefninu sem fjallaði um fartölvur í Menntaskólanum á Akureyri. Ég hafði ímyndað mér sisvona í upphafi að ég væri sæmileg í stafsetningu, þokkaleg í málfari, afleit í setningafræði og stautfær í heimildaskráningu. Þetta myndi þó bjargast með hjálp góðra manna og ég gæti einbeitt mér að fræðilegu innihaldi ritgerðarinnar þar sem mín meginvinna myndi liggja. Nú þegar ég er að leggja síðustu hönd á verkið efast ég hinsvegar stórlega.
Lesa meira Lesa meira um "Réttritun, málfar, setningafræði og heimildir" »

Fimmtudagur 25. september 2003 kl. 09:35|Menntun || Álit (2)

Online conflicts

I just wrote some thoughts on reasons that might lead to online conflicts based on my experience in the Kidlink project for over a decade. The director of Kidlink Odd de Presno did put it on our web and I thought it might be of value to those who plan to work on online projects with kids.

Miðvikudagur 17. september 2003 kl. 12:00|Menntun || Álit (0)

Merlot ráðstefnan í Kanada

Það er ótrúlegt hvað hægt er að afla mikillar þekkingar með því að fylgjast með einni ráðstefnu á Netinu þegar ekki er hægt að leggja land umdir fót og vera þar sjálfur. Þetta hef ég gert varðandi Merlot ráðstefnuna í Kanada sem lauk í gær.
Lesa meira Lesa meira um "Merlot ráðstefnan í Kanada" »

Laugardagur 9. ágúst 2003 kl. 11:37|Menntun || Álit (1)

Frábær bloggur um UT og menntun

Þegar ég sá að Sigurður Fjalar hafði bent á færslu í vefdagbókinni minni fór ég að kíkja á vefdagbókina hans. Virkilega fínn vefur til að fylgjast með nýju efni um upplýsingatækni og menntun. Mæli með honum!

Föstudagur 8. ágúst 2003 kl. 00:59|Menntun / Um blogg || Álit (1)

Menntun og farsímar

Farsímar eru sífellt að verða öflugri verkfæri og langt í frá að þeir séu einungis brúklegir til að hringja í vini og kunningja. Við þekkjum áhuga allra á SMS smáskilaboðum og nú eru tengsl á milli vefdagbóka, farsíma og myndatöku orðinn veruleiki vegna hugbúnaðar frá fyrirtækinu Hex
Lesa meira Lesa meira um "Menntun og farsímar" »

Miðvikudagur 6. ágúst 2003 kl. 09:52|Menntun / Um blogg || Álit (2) | Vísanir (1)

Síðasti dagur Tryggva Gíslasonar sem skólameistari MA

Í gær var síðasti dagur Tryggva Gíslasonar sem skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Eftir þrjátíu ár lætur hann nú af störfum og fer að huga að öðrum hugðarefnum sem eru mörg. Ég heyrði fyrst í Tryggva árið 1997 þegar hann bauð mér vinnu við skólann þegar ég flutti norður sem ég hafnaði í fyrstu.
Lesa meira Lesa meira um "Síðasti dagur Tryggva Gíslasonar sem skólameistari MA" »

Föstudagur 1. ágúst 2003 kl. 10:01|Menntun || Álit (0)

Leikskólinn Iðavellir

Upplýsingatækniverkefni leikskólans Iðavalla á Akureyri hefur verið útnefnt af evrópska eSchola verkefninu sem eitt 100 bestu upplýsingatækniverkefna í Evrópu.
Lesa meira Lesa meira um "Leikskólinn Iðavellir" »

Miðvikudagur 2. júlí 2003 kl. 12:56|Menntun || Álit (0)

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.