« Töff dagur | Aðalsíða | Af tölvum verða börnin heimsk »

Þriðjudagur 7. desember 2004

Stúlkur og stærðfræði

Þessi frétt vakti óskipta athygli mína í Morgunblaðinu í dag. Hvað getum við gert til að stúlkur fái betri sjálfsmynd þegar kemur að stærðfræði?

Mbl.is - Frétt Það vekur sérstaka athygli að þrátt fyrir að stúlkur í 10. bekk séu mun betri í stærðfræði en drengir þá eru drengirnir mun öruggari með sig þegar þeir eru spurðir um stærðfræðikunnáttu, og hafa mun frekar þá mynd af sjálfum sér að þeir séu betri í stærðfræði en stelpurnar. "Strákarnir hafa miklu betra sjálfsálit og sjálfsöryggi í stærðfræði en stelpur, sumar konur túlka þetta sem klassískan karla-gorgeir en ég veit ekki alveg hvernig á að túlka það. Það er allavega alveg ljóst að hér er ákveðin þversögn á ferðinni," segir Júlíus.

kl. |Menntun

Álit (10)

Tja, gæti þetta verið sérhæft birtingarform af almennu vandamáli. Stelpur skorra lægra að meðaltali á nokkrum þáttum af sjálfsmatsprófum (t.d. á Coopersmith Self-Esteem Inventory, SEI). Konur "sætta sig við" lægri launum fyrir sömu störf(17% samkv. VR könnun).

Síðan má ekki gleyma að "flestir" telja sig vera "yfir meðallagi", hvernig svo sem það er hægt. Til dæmis:
http://www.apa.org/journals/psp/psp7761121.html
en þar kemur reyndar fram:
Gender failed to qualify any results in this or any of the studies reported in this article, and thus receives no further mention.

Ég held reyndar að þetta sé blanda af þessu tvennu, n.k. víxlverkun. Stelpur eru þarna á "domaini" sem þeim er kennt að þær séu ekki góðar í og draga því úr en strákar gera hið gagnstæða.

Það væri til dæmis áhugavert að leggja fyrir svona SEI lista sem væri með einhverjum hætti settur inn á stærðfræði "domainið" til að sjá hvort það kæmi ekki öðruvísi út en abstrakt listi.

Þriðjudagur 7. desember 2004 kl. 11:24

Já það væri spennandi, allavega er ég orðin skelfilega leið á stúlkum sem koma með kommentin "Tölvur og ég við förum ekki saman" þegar strákar segja um sama hlut "Þetta tölvudrasl virkar ekkert hjá þér". Bæði skökk komment.

Kær kveðja
Lára

Þriðjudagur 7. desember 2004 kl. 11:41

Tja eða eins og konan sem sagði einhvern tíma:
"Æi nennir þú ekki að ljósarita fyrir mér? Ég kann ekkert á svona vélar af því að ég er ekki með t[y,i]ppi"

;)

Þriðjudagur 7. desember 2004 kl. 12:18

Eina skiptið sem ég hef verið spurð hvort ég kunni fagið sem ég var að fara að kenna var þegar ég kenndi nokkrum unglingstittum UTN 102 ... þeim fannst svo ólíklegt að kona gæti höndlað tölvur. Einu skiptin sem ég hef lent í að unglingsstrákar, sem varla þekkja sundur html og word, eru með dónaskap við mig í síma hafa verið þegar ég hef hringt í Ísmennt vegna einhverra bögga. Standard svar mitt við þessu dónaskap er "Heyrðu vinur, ég er búin að vera að vefa síðan þú varst með bleiju". Mágkona mín segir að sama viðhorf mæti konum á bifreiðaverkstæðum, en af því hef ég ekki reynslu.

Þannig að strákar reyna að verja þessi fáu vígi sín með kjafti og klóm og mér finnst þeim svo sem vorkunn úr því þeir skara orðið fram úr í svo fáu.

Ég hef hins vegar skrifað langloku á eigið blogg sem skýrir af hverju þetta er svona, þ.e.a.s. stelpur rúla í flestum fögum og strákar eiga undir högg að sækja. Vel að merkja helst þessi munur upp allt skólakerfið, líka í háskólanámi. Sjálfri finnst mér þetta kannski ekkert alltof æskileg þróun, eigandi tvo stráka. En ef þið viljið vita allt um málið þá farið á bloggið mitt, http://blog.central.is/kennari/index.php, og tjáið ykkur :)

Gleymdi að taka fram á því bloggi að vinir stúlkna er ekki grunnskólinn heldur mæðurnar sem ætlast til að þær geri allan andskotann heima og ganga eftir því að þær læri. Á sama hátt eru aðalóvinir strákagreyjanna þessar sömu mæður, sem bera þá á höndum sér. Ég er það engin undantekning og verðandi tengdadætra bíður mikið og erfitt starf. Ég hef hins vegar alltaf ætlast til að mínir strákar stæðu sig í skóla og vinnu, ólíkt mörgum öðrum mömmum.

Þriðjudagur 7. desember 2004 kl. 18:46

Það er verðugt rannsóknarefni hvort piltar séu dekraðri heldur en stúlkur af mæðrum sínum og þá hvort feður eru að gera sömu kröfur til stúlkna og pilta. Merkilegt nokk held ég að feður beri líka ábyrgð á uppeldi og hafi eitthvað um það að segja. Mæður sem fordekra syni sína komast ekki langt með það ef feður gera kröfur;-)

Hinsvegar er spurning hvort við erum að ala upp metnað almennt í ungu fólki eða leita uppi vandamál og vandkvæði og hafa meiri áhuga á þeim heldur en dugnaði og eljusemi, frumkvæði og áhuga.

Mér sýnist menn ná upp mestum metnaði í dag yfir því að eiga afar mikið af peningum sem þarf að eyða miklum tíma í að annast til að þeir búi til meiri peninga. Fáir eiga flestallt og því lítið svigrúm til athafna fyrir þá sem vilja stússast yfir litlu en stjórna því sjálfir og hafa af því viðurværi.

Miðvikudagur 8. desember 2004 kl. 08:34

Samt soldið merkilegt að á heimili þar sem pabbinn tekur afar virkan þátt í heimilsstörfum, t.d. eldar alltaf, straujar oftast og þrífur stundum, skuli eldri unglingurinn alls ekki tengja neitt af þessu við sig og heldur enn að hönd guðs þrífi herbergið hans og láti fötin á gólfinu hverfa og birtast síðan aftur samanbrotin inni í skáp. Vantar samt ekki að sami unglingur snobbi fyrir föður sínum, telur t.d. heimsspeki afar merkilegt fag en íslensku frekar ómerkilegt fag. Botninn er náttúrlega þegar sama ungmenni er orðið ritari í Félagi ungra sjálfstæðismanna á Skaganum ... mér hefur gjörsamlega misheppnast uppeldið! Sem betur fer fær unglingurinn háar einkunnir í stærðfræði, yfirleitt hærri en stelpurnar ;-)

Miðvikudagur 8. desember 2004 kl. 10:22

"Vantar samt ekki að sami unglingur snobbi fyrir föður sínum, telur t.d. heimsspeki afar merkilegt fag en íslensku frekar ómerkilegt fag."

Láttu mig þekkja það...

Miðvikudagur 8. desember 2004 kl. 19:43

Harpa:

Vil bara vekja athygli á langri grein frumburðarins (sem er með tippi) um málið. Sjá http://www.folk.is/payan/index.php

Fimmtudagur 9. desember 2004 kl. 18:34

áhugavert að pæla í þessu..ég held að það sé nokkuð til í því að það sé eitthvað í samfélaginu, í uppeldinu sem gerir suma stráka að því sem þeir eru í dag...ég held að það sé meira eftirlæti á strákum hvað varðar að kaupa dýra hluti handa þeim, dettur hérna t.d. í hug að vinkonur mínar sem eiga unglingsstráka hafa hjálpað þeim að kaupa bíla - nýja bíla á bílalánum - eitthvað sem mér finnst alveg út úr kú og get ekki séð að sé gagnlegt í lífsbaráttunni. Líka hugsa ég að miklu meira sé keypt af tölvudóti fyrir stráka.
En þetta með að það sé fylgst með hvort stelpur læri, ég á tvær stelpur og ég hef aldrei fylgst neitt með því hvort þær læra, það hefur verið alfarið á þeirra ábyrgð. Ég hef hins vegar reynt að sjá til þess að þær væru í umhverfi sem hvetti til náms og þroska t.d. varðandi frístundanám og þær voru báðar hluta af sinni skólagöngu í einkaskólum þar sem voru skólagjöld og ég taldi mig vera þannig að kaupa aðgang að meiri menntun.
Ég held ekki að ég hafi passað dætur mínar neitt sérlega vel - þetta taumlausa frelsi unglinga er partur af íslensku þjóðarsálinni og því miður er það ekki alltaf gott þegar unglingatískan gengur út á neyslu,

Laugardagur 11. desember 2004 kl. 09:14

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.