« Frábær bloggur um UT og menntun | Aðalsíða | Fiskidagur á Dalvík »

Laugardagur 9. ágúst 2003

Merlot ráðstefnan í Kanada

Það er ótrúlegt hvað hægt er að afla mikillar þekkingar með því að fylgjast með einni ráðstefnu á Netinu þegar ekki er hægt að leggja land umdir fót og vera þar sjálfur. Þetta hef ég gert varðandi Merlot ráðstefnuna í Kanada sem lauk í gær.


Á sama tíma hef ég verið inn á vefdagbók Paul Stasey þar sem hann skrifar um það sem hann hefur séð og skoðað. Við lok ráðstefnunnar hélt hann fund á Netinu þar sem þeir sem höfðu áhuga gátu komið og rætt saman ásamt því að spyrja hann spurninga.

Umræðurnar í gær snérust um hlutverk vefdagbóka og s.k. "learning objects" sem ég leyfi mér að kalla "námshluti" hvort þeir væru einungis á rafrænu formi eða hægt væri að nota þetta hugtak til að skýra námsþætti almennt. Einnig var rætt um hvernig vefdagbækur gætu bætt við nám og kennslu til viðbótar við þá tækni sem við höfum í dag.

Það var nokkuð áhugavert að taka þátt í umræðum af þessu tagi með þeim verkfærum sem notuð voru. Fyrst var notað Elluminate sem brást þannig að það var farið inn í vef Learning Times þar sem haldið var áfram. Raddir þátttakenda voru skýrar og sambandið gott þannig að ég gat ágætlega tekið þátt í umræðum. Mér þótti nokkuð skemmtilegt að danskur þátttakandi, Susanne Nyrop, hafði verið í Noregi vikunni áður og talað þar við Nini Ebeltoft sem hafði sagt henni frá mér og því sem ég er að fást við. Veröldin er ekki svo stór þegar kemur að hagnýtingu upplýsingatækni í námi og kennslu;-)

Þetta var afar vel heppnaður fundur og vefdagbók Paul mjög gagnleg. Mér sýnist einnig að Learning Times sé að veita okkur gott svæði þar sem hægt er að ræða hin ýmsu mál sem tengjast upplýsingatækni í skólastarfi. Það væri stórkostlegt að hafa slíkt umhverfi á Íslandi á íslensku fyrir okkur sem erum hér.

kl. |Menntun

Álit (1)

Hej Lara,

jeg kigger på din blog - og pludselig finder jeg ud af, at du har fået en hilsen fra Nini, som jeg besøgte sidste sommer i Oslo. Ja, verden ER lille :-)

kærlig hilsen,
Susanne

PS Vore veje krydses jo af og til i LearningTimes

Mánudagur 8. nóvember 2004 kl. 01:27

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.