« Diddi einbeitir sér | Aðalsíða | Fyrirlestur frá Svíþjóð í HA »

Mánudagur 27. október 2003

Meistaraprófið í höfn

Á laugardaginn útskrifaðist ég með meistarapróf í uppeldis- og menntunarfræði frá Kennaraháskóla Íslands. Mikið óskaplega er gott að hafa lokið þessu loksins eftir mikla vinnu og margar andvökur. Ég gerði rannsókn á fartölvum í námi og kennslu við Menntaskólann á Akureyri á árunum 1999-2001 og þótti vænt um að í dag birtist einmitt frétt um þetta á vef skólans.


Sem betur fer gat fjölskyldan mjakað mér til veisluhalda þannig að ég hélt veislu fyrir sunnan fyrir þá sem komu að ritgerðinni bæði fjölskyldu, vini og fagfólk. Síðan var leikurinn endurtekinn hér fyrir norðan í gærkvöldi þegar Gísli minn eldaði gómsæta fiskisúpu fyrir þá sem höfðu komið að verkinu.

Sem betur fer vissi ég ekki í upphafi hversu mikil vinna það er að skrifa eina svona ritgerð því þá hefði ég sjálfsagt aldrei farið út í þetta. En er það ekki kosturinn við lífið að geta fengist við hluti sem reyna á sál og líkama og vera svo glaður þegar upp er staðið;-)

Nú hlakka ég til að skrifa greinar upp úr verkinu til að miðla þeirri þekkingu sem ég aflaði mér sem vonandi gagnast íslensku skólasamfélagi.

kl. |Menntun

Vísanir

Neðantalin blogg vísa í færsluna Meistaraprófið í höfn:

» Meistari Lára from Helga
lara.is // Lára Stefánsdóttir Meistaraprófið í höfn Á laugardaginn útskrifaðist ég með meistarapróf í uppeldis- og menntunarfræði frá Kennaraháskóla Íslands. Mikið óskaplega er gott að hafa lokið þessu loksins eftir mikla vinnu og margar andvökur. Ég ... [Read More]

Álit (8)

Innilega til hamingju með ritgerðina og útskriftina! :)

Mánudagur 27. október 2003 kl. 21:06

Kæri kennari, innilegar hamingjuóskir!

Þriðjudagur 28. október 2003 kl. 13:49

MD:

Þrefalt húrra fyrir meistara Láru!

Hún lengi lifi,
Húrra!
Húrra!
Húrraaaa!

:D
MD

Þriðjudagur 28. október 2003 kl. 19:21

Ég geri fastlega ráð fyrir að þú sért núna farin að þjálfa Gísla upp í að ganga eins og Igor og segja "Yes Master" og "No Master" á viðeigandi stöðum.
Hjartanlega til hamingju.
t

Þriðjudagur 28. október 2003 kl. 22:31

He, he,
ég þarf greinilega að breyta heimilisvenjunum;-)

Kær kveðja
Lára

Miðvikudagur 29. október 2003 kl. 10:24

S.Fjalar:

Til hamingju með ritgerðina Lára, get ekki beðið að lesa hana.

kv.
S.Fjalar

Miðvikudagur 29. október 2003 kl. 19:16

Hmm, ég hef ekki tekið eftir því að þetta tíðkist á mínu heimili, en þetta er auðvitað frábær uppástunga.

Miðvikudagur 29. október 2003 kl. 22:55

"A brain... a brain for my master" - Igor

Miðvikudagur 29. október 2003 kl. 22:56

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.