« Farið austur | Aðalsíða | Héðinsfjarðargöng »

Miðvikudagur 2. júlí 2003

Leikskólinn Iðavellir

Upplýsingatækniverkefni leikskólans Iðavalla á Akureyri hefur verið útnefnt af evrópska eSchola verkefninu sem eitt 100 bestu upplýsingatækniverkefna í Evrópu.


Alls voru fjögur íslensk verkefni útnefnd . Tvö úr framhaldsskóla þ.e. enskukennsla frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og Tölvupósturinn frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Eitt verkefni var útnefnt úr íslenskum grunnskóla en það eru Glímur sem er samstarfsverkefni kennara frá Breiðholtsskóla og Grunnskólanum í Borgarnesi.

Það er mjög gaman að sjá leikskólaverkefni þarna á meðal og Leikskólinn Iðavellir er mjög vel að útnefningunni kominn þar sem verkefnið þeirra er mjög lifandi og skemmtilegt á vef skólans.

kl. |Menntun

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.