« Dreifnám | Aðalsíða | Er upplýsingatækni börnum hættuleg? »

Þriðjudagur 6. apríl 2004

Gagnvirk samskipti við nemendur í kennslustund

Ég fæ oft góðar ábendingar frá Jóni Erlendssyni um efni sem tengist upplýsingatækni og menntun. Svo var í dag í grein eftir Stephanie Birdsall sem fjallaði um gagnvirk samskipti við nemendur í kennslustund með sérstökum búnaði frá eInstruction og kallast Classroom Performance System.


Ég hef ekki áður séð þetta fyrirbæri og hef sjálfsagt gengið fram hjá því á einhverjum ráðstefnum þar sem ég hef ekki séð tilganginn auðveldlega. En í grein Stephanie er rætt við tvo háskólakennara sem voru að nota þessi tæki. Þeir töldu að með tækjabúnaðinum væru þeir betur meðvitaðir um hvernig nemendur væru að meðtaka námsefnið, umræður efldust og námið yrði sveigjanlegra þegar þeir sjálfir vissu hvernig nemendur tækju efnið inn.

Mér sýnist þetta vera n.k. fjarstýringar þar sem nemendur svara spurningum með kosningum og þannig geti kennarinn séð hvort nemendur eru að fylgjast með, nái námsefninu eða hvort þarf að skoða það betur. Ég sjálf er ekki alveg viss um hvernig þetta myndi virka í íslenskum skólum og þætti fróðlegt að heyra ef einhver hefur velt þessu fyrir sér eða prófað svona tæki. Spurningin er líka hvort nemendur í fartölvuhópum gætu notað einhverja aðra aðferð án þess að kaupa þessi tæki.

Endilega látið mig vita ef þið hafið spáð í eitthvað þessu líkt.

kl. |Menntun / UT

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.