« Myndablogg | Aðalsíða | Schiphol »

Föstudagur 4. mars 2005

Á UT2005

Í dag er ég á UT2005 og þar er frábært að vera, margt um manninn og hægt að hitta á einum og sama staðnum fjölmarga sem ég hef kynnst í gegnum tíðina á þessu sviði. Frábært að þessi ráðstefna er haldin á hverju ári! Var að skoða nýju stefnu menntamálaráðuneytisins um upplýsingatækni og menntun sem mér líst harla vel á og kallast "Áræði með ábyrgð". Þarf að skoða hana nánar, en nú er að einbeita sér að ráðstefnunni, taka myndir og síðan leggja af stað til Jórdaníu á morgun. Fyrst til Amsterdam þar sem ég ætla að gá hvort ég finn Tinna söngleikinn og síðan áfram til Amman um kvöldið.

kl. |Menntun

Álit (2)

Vona að þér hafi tekist að tala Brigitte inn á Hexíu ;-) Tókstu eftir tillitsseminni, þ.e. að ég yfirgaf ykkur? Það er vegna þess að mér er svo lífsins ómögulegt að halda fésinu í skefjum og vera með hrifningarsvip þegar ég er ekki hrifin. Verst við gátum svo lítið spjallað en ég gafst upp á hádegi svo sem sjá má á blogginu mínu. Er dulítið hrædd um að eftir þessa bloggfærslu fái ég aldrei neitt djobb aftur hjá Þróunarsviðinu ;-)

Föstudagur 4. mars 2005 kl. 21:26

Ég sest einhverntíman niður með þér og læt þig útskýra hvað þér finnst flókið við Hexia.net því ef það er eitthvað sem ég skil ekki þá er það hvað er flókið. Væri til í skoðanaskipti um hvort og hvernig ætti að nota svona hluti í námi en að þetta sé flókið því næ ég bara ekki.
Frábært að hitta þig í kisupeysan var stórkostleg!
Kær kveðja, Lára

Föstudagur 4. mars 2005 kl. 22:06

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.