« Á UT2005 | Aðalsíða | Komin til Amman »

Laugardagur 5. mars 2005

Schiphol

Þá er ég að dunda mér á Schiphol flugvelli í Amsterdam. Ég ætlaði að fara niður í bæ og skemmta mér við að skoða en þar sem hér er nokkur snjór og skítakuldi (ég tók ekki kuldagallann með) hætti ég við það. Ég er búin að lesa, skoða flestar búðir og nú komin í netsamband sem hefur ágætlega ofan af fyrir mér. Til að fara til Amman þarf ég að tékka mig inn í aðra álmu og ég sá ekki betur en að á þeirri leið sé útstilling frá ríkislistasafni þeirra Hollendinga svo ég ætla að fara frekar snemma og kíkja á hvort þetta sé rétt. Schiphol er annars mjög þægilegur flugvöllur þó hann sé stór og mér finnst ferlega þægilegt að geta farið með farangurskerruna inn á klósett í staðinn fyrir að þurfa að losa dótið, drösla því inn í postulínshverbergið og síðan finna annan vagn þegar ég kem út. Þetta er þrælfínt.


Fór í eina búð sem var með kúl gadgetti og meðal annars mottu sem maður getur sett ofan á mælaborðið í bílnum hent á hana alskyns dóti og allt tollir í akstir (svo er sagt). Myndi fjárfesta í einni ef ég vissi ekki sem væri að hún myndi safna drasli og ryki.... og þó...

kl. |Ferðalög

Álit (1)

Gott að heyra að þú nýtur þín á Schiphol sys. Það er víst bara vor á Íslandi í dag. En þú ert víst á leið í ylinn - vona ég.
Gangi þér vel.

Laugardagur 5. mars 2005 kl. 23:45

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.