Til kennara

Velkomin á vefinn utn.is með lesefni og verkefnum sem eiga að geta hentað UTN 103 eða kennslu í upplýsingatækni í framhaldsskóla. Fleiri gætu haft gagn af þessu efni og er það vel. Menntamálaráðuneytið styrkti okkur við þetta verk og erum við þakklátar fyrir það. Efni sem þetta er aldrei tilbúið til útgáfu og alltaf má bæta við því eru ábendingar og tillögur vel þegnar.

Allir mega nota þetta efni en við ætlumst til þess að það komi skýrt fram hvaðan efnið er tekið og að það sé vísað í vefinn okkar þegar verkefni eru lögð fyrir svo við sjáum hvaða verkefni er verið að nota í tölulegum gögnum um þennan vef. Einnig gerir það okkur kleift að lagfæra og bæta og slíkt kemur lesandanum strax til góða.

Hér er efni um tölvunotkun í kennslu á PDF formi fyrir þá sem vilja lesa sér til.
Hvað skal segja? Tölvan í kennslu Netið Kennsluaðferðir
Kennslurými Innranet skóla Rafræn kennslugögn Námsefni á Neti
Hvað notum við? Netleit Tölvusamskipti Vefleiðangrar
Kennarinn og (far)tölvan Námsmat á nýrri öld Höfundaréttur Val á tækjum og tólum
Tölvan í stærðfræði

Ekki er heimilt að taka þetta efni og endurbirta með einum né öðrum hætti annarsstaðar á pappír, í bók eða á vef eða með einhverjum öðrum hætti en beint af þessum vef nema með heimild höfunda.

Gaman væri síðan að heyra frá ykkur sem eruð að nota efnið hvernig ykkur líkar og hvað má gera betur.

Kær kveðja
Ásrún og Lára

© Ásrún Matthíasdóttir Lára Stefánsdóttir 2001