« Sumardagur - Skýrslugerð | Aðalsíða | Krakkarnir kvaddir á Klöppum »

Miðvikudagur 25. júní 2003

Vinnu og handverksdagur

Í dag hélt ég áfram að vinna skýrsluna yfir verkefnið á Klöppum en eftir að hafa setið við tölvu frá því eldsnemma morguns fram til miðnættis ákvað ég að ég þyrfti að líta upp og fór á Punktinn. Mig hefur lengi langað til að læra að þæfa fallega hluti og gerði því tvær prufur í dag og lærði helstu handbrögðin hjá Kristbjörgu.
Á Punktinum var fólk við margvíslegt handverk, skera út, smíða, bræða gler, vinna við mósaík, í bútasaumi og glerja leir. Það er alltaf jafn gefandi og skemmtilegt að koma, Kristbjörg sem og aðrir starfsmenn eru óþreytandi við að kenna manni ný handbrögð og koma með skemmtilegar hugmyndir. Ég fer gjarnan til þeirra þegar ég er komin með upp í kok í tölvuvinnunni og 3-4 tímar þar gera það að verkum að mér vinnst annað enn betur og hraðar. Líklega er mannverunni lífsnauðsynlegt að skipta um umhverfi. Annars var enn einn hitadagurinn á Akureyri, líklega fara hlýrabolirnir að verða aðal klæðnaðurinn. Ég var nokkuð dugleg í líkamsræktinni á Bjargi í morgun enda veitir ekki af að streða af sér góðgætið á fjölmörgum kosningaskrifstofum. Það sem mér finnst alskemmtilegast við að vera á Bjargi er að þar er svo fjölbreytt flóra af fólki, ekki allt kjaftfullt af stæltum skrokkum sem glampa í speglum. Líklega er það vegna þess að ég stenst engan samanburð við slíka glæsikroppa;-)

kl. |Tilveran

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.