« Frí er vinna | Aðalsíða | Umhverfismál í Portúgal »

Þriðjudagur 15. júlí 2003

Síminn semur ekki um MMS

Undarlegt fannst mér þegar ég ætlaði að nota MMS í Portúgal þegar það hreinlega virkaði ekki. Þegar ég snéri mér til einnar símaþjónustunnar hér var mér bent á að Síminn á Íslandi hefði ekki gert samning við Portúgalskt símafélag og án þess virkar ekki MMS í Portúgal.


Hér má sjá hvar Síminn hefur gert samninga og segja má eftir lesturinn að fyrirtækið hefur engan vegin staðið sig í stykkinu. Hér er nauðsynlegt að menn hafi samband við fyrirtækið og reki á verulega á eftir því þannig að þegar á þarf að halda sé þjónustan fyrir hendi.

Nú er spurning hvort betra væri að hafa þjónustu hjá Og Vodafone en ég fann ekki upplýsingar um það á síðunni þeirra. Ef einhver finnur út úr því fyrir mig væri mjög gott að frétta af því.

kl. |Pólitík

Álit (7)

sigurveig:

Blessuð..
hringdi að ganni í OG Vodafone og spurði þá hvar þeir væru með GPRS reikisamninga.. svarið sem ég fékk var "ekki neinsstaðar"..þannig að hjá þeim gætirðu ekki sent MMS eða notað GPRS í útlöndum..
kv
SH

Miðvikudagur 16. júlí 2003 kl. 11:14

Mér finnst þetta nú lélegt þar sem það er nú einmitt þegar maður er á ferðalögum erlendis sem GPRS samband kæmi sér mjög vel bæði til að skoða póst í gegnum símann sinn og tengjast með ferðatölvu. Þetta er nú frekar slöpp þjónusta hjá íslensku símafyrirtækjunum verð ég að segja.

Miðvikudagur 16. júlí 2003 kl. 13:35

Toti:

Ég held nú að málið sé aðallega það að það er fyrst núna sem fólk er eitthvað farið að nota GPRS, hingað til held ég að það hafi verið 3 notendur og þar af þekki ég 2 persónulega ; )

En núna eru símarnir orðnir nokkuð góðir og síðan þarf MMS á góðu GPRS sambandi að halda og notkunin allt í einu rokin af stað. Þá þurfa menn að bregðast við.

Hvað Og Vodafone varðar, þá fara þeir hugsa ég fljótt úr 'uh.. við erum ekki með neitt' yfir í 'við erum með GPRS reiki við allt Vodafone'.

Fimmtudagur 17. júlí 2003 kl. 10:13

Eina leidin virdist vera sú ad kaupa sér símakort hjá símafyrirtæki á stadnum og senda frá theim. Vonandi lagast thetta sem fyrst svo hægt sé ad nýta tæknina allstadar;-)

Laugardagur 19. júlí 2003 kl. 18:06

Daginn

Skýring þess að Síminn GSM er einungis kominn með 15 GPRS reikisamninga í tíu löndum er ekki vegna þess að það sé ósk Símans.
Skýring þessa er fyrst og fremst vegna þess að til að koma á GPRS reiki virkni milli fyrirtækja þarf samkvæmt stöðlum GSM samtakanna að koma á frumsamningi milli fyrirtækja, þar á eftir þarf að koma á gagnkvæmum tækni prófunum milli fyrirtækjann, þar á eftir koma reikningagerða prófanir og svo á endanum er gerður endanlegur gagnkvæmur samningur milli fyrirtækja.
Forsenda þess að þetta ferli fari í gang við hvert og eitt erlendu fyrirtækjanna er að bæði við hjá Símanum GSM og erlenda fyrirtækið sé jákvætt hvað varðar málið og hafi mannskap til að setja þetta af stað.

Reynslan hjá okkur síðustu ár er sú að við höfum framan af þurft að bíða eftir erlendu fyrirtækjunum vegna þess að þau voru ekki tilbúin tæknilega í þetta. Nú í seinni tíma hefur það verið að koma upp endurtekið að hinn litli markaðu sem Ísland er í augum erlendu fyrirtækjanna, þykir ekki nógu aðlaðandi sökum smæðar, því mörg erlendu fyrirtækjanna vilja ekki setja manntíma sinna prófunnarmanna í okkur nú í upphafi GPRS þjónustu, það eru stærri markaði sem freista þeirra.
Frá Símanum GSM bíða beiðnir um að koma á GPRS reikiþjónustu hjá í það minnsta einu fyrirtæki í allflestum löndum Evrópu, prófanir eru í gangi við nokkur lönd, en allmörg af erlendu fyrirtækjunum hafa gefið til kynna að Síminn muni þurfa að bíða um stund þar til komi að honum í forgangsröð þeirra.

Nú hófst þessi umræðuþráður á að MMS virkaði ekki í Portúgal og ef það var einhverjum ekki ljóst, þá er virkni MMS þjónustu alfarið háð GPRS burðarlaginu og því eru þessi tengsl milli virkni í MMS og GPRS bæði hér heima og erlendis.


Með kveðju,
GPRS hjá Símanum GSM

Mánudagur 21. júlí 2003 kl. 15:35

Kærar þakkir til GPRS hjá Símanum fyrir þetta svar sem ég hefði þó kosið að kæmi fram undir nafni.

Það er frábært að Síminn er að reyna að semja við sem flest lönd en áhyggjuefni að Ísland er talið of lítið til að beygja sig eftir samningi við það skv. upplýsingum GPRS. Gott væri að fá að vita hvaða lönd það eru þannig að hægt sé að pressa á yfirvöld þeirra landa.

Í hvaða stöðu erum við varðandi framtíðartækni og þróun tæknilausna hér á landi ef við getum ekki búist við því að þykja nógu stórt land til að samningar fari fram? Þetta gæti leitt til þess að fyrirtæki ákveði frekar að velja sér starfsstað erlendis en hér á landi. Það er mikið áhyggjuefni. GPRS tæknin er ekki einungis hentug til að senda sumarleyfismyndir heim með MMS, hún gerir mönnum einnig kleift að senda myndir með farsíma af aðstæðum, umhverfi og fleiru sem getur skipt fyrirtæki miklu þegar vinna þarf hratt.

Það er því bráðnauðsynlegt að hvetja starfsmenn símafyrirtækja á Íslandi til þess að leggja alla þá vinnu sem þeir mögulega geta í að gæta hagsmuna Íslands á þessu sviði. Mikið liggur við.

Þriðjudagur 22. júlí 2003 kl. 12:55

Toti:

Heyr heyr! Þráðlaust Ísland árið 2005!

Miðvikudagur 23. júlí 2003 kl. 13:29

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.