« Á námskeiði STÍL | Aðalsíða | Keramikdiskurinn minn horfinn »

Fimmtudagur 14. ágúst 2003

Apple tölvur og kerfisstjórn

Apple fyrirtækið hefur þróað tölvur sínar iBook þannig að þær eru virkilega góður kostur í námi og skólastarfi. Tryggvi Rúnar Jónsson er með pistil um þetta mál í dag og þá er best að viðurkenna að ég er ein af þessum kerfisstjórum sem VAR á móti því að fá Apple tölvur í hús - en nú eru breyttir tímar;-)


Hér á árum áður þá var mjög erfitt að halda við tölvukerfum með mörgum stýrikerfum og Apple tölvurnar keyrðu önnur stýrikerfi og þurfti að tengja á annan hátt. Svosem ekki hundrað í hættunni EF menn voru tilbúnir til að ráða kerfisstjóra en því var ekki að heilsa í þá daga þó verið væri að keyra tölvukerfi fyrir mörg hundruð manns.

Á sama tíma vorum við Íslendingar í norrænu samstarfi s.k. Dataprogramgruppen sem síðar kallaðist IDUN þar sem hvert Norðurlandanna lagði tvö kennsluforrit í púkk (ekki alltaf við) og síðan var öllum dreift til allra landanna og hvert land þurfti bara að leggja í þýðingarkostnað og útgáfu en ekki forritunina sjálfa né kaupa nein réttindi. Þannig fengum við Íslendingar fjölda kennsluforrita sem mörg hver eru enn í notkun. Á hverju ári fóru sérfræðingar frá Íslandi á vinnufund í Båstad í Svíþjóð þar sem setið var með höfundum forritanna og þýtt og staðfært fyrir hvert land. Þau forrit voru nánast öll (ef ekki öll) fyrir Windows stýrikerfið. Þá ræddu menn saman og urðu ásáttir um að ekki væri til meira fé í kennsluforrit né annað og því heiðarlegt að menntamálaráðuneytið gæfi hreinlega út yfirlýsingu um að það ætlaði ekki að styðja við bakið á annarri hugbúnaðarnotkun sem það og gerði. Nú veit ég svosem ekki hvort sú ákvörðun ráðuneytisins er enn formlega í gildi en ef svo er þá er það alger tímaskekkja.

Ég hef verið með iBook tölvu frá því í janúar og verð að viðurkenna að þetta er harla þjált tæki. Sérstaklega munar miklu að stýrikerfið er unix tegundar sem þýðir að stýrikerfi iBook tölvunnar (Mac OS X) mjög líkt stýrikerfi miðlara sem þjónusta Internetið. Mér sýnast einnig flest öll verkfæri sem nota þarf í daglegu amsstri þarna inni.

Svo nú hefi ég (fyrir allnokkru) algerlega skipt um skoðun og er virkilega hlynnt því að menn reyni að innleiða iBook tölvur frá Apple sem mest í skólana.

kl. |UT

Álit (2)

Gunnar Egill:

Þetta er það sem þarf í íslenskt menntalíf, netstjóra með örlitla víðsýni þó að Microsoft sé að sponsa skólan með hugbúnaði!!!!

Miðvikudagur 20. ágúst 2003 kl. 19:52

Uni Gíslason:

Hey frábært að sjá að þú ert kominn í hópinn Lára! Ég á einmitt iBook líka og hef haft mikið gagn af þessum grip í HÍ.

Bestu kveðjur
Uni Gíslason

Miðvikudagur 20. ágúst 2003 kl. 20:54

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.