« Verslunarmannahelgin á Akureyri | Aðalsíða | Verslunarmannahelgin III »

Sunnudagur 3. ágúst 2003

Verslunarmannahelgin II


Ingvar Már og Hilda Jana


Fyndnast við þessa mynd er að Ingvar heldur á Hilmu bróðurdóttur sinni en í ákafa sínum við myndina þá gleymist barnið og eina sem sést af henni er handleggurinn;-) En það glittir í Birnu Sísí, mér fer ótrúlega fram við myndatöku með síma þó gæðin verði aldrei mjög mikil.

Hilda Jana og Ingvar voru með fjölskyldu hans í sumarbústað fram í firði og Birnu Sísí langaði að vera með Hrafnhildi Láru þannig að við keyrðum hana frameftir. Þegar við sögðum henni að við værum komin brosti hún svo mikið og ljómaði upp. Öll ferðaþreyta var úr sögunni eftir langan dag. Þær frænkur ætla síðan í dag að sjá Birgittu Haukdal í Sjallanum og hlakka mikið til.

Annars er allt gott að frétta, maður vaknar að vísu upp aftur og aftur vegna fólk í skemmtanahug sem labbar framhjá húsinu og þarf að tala óskaplega mikið. Stundum dettur manni í hug að það helli áfenginu í eyrun því það er eins og allir séu heyrnarskertir og það þurfi að tala einstaklega hátt. Það er annars mikið fjör í bænum og gaman að hitta Davíð sem er í tjaldi upp á tjaldstæði. Hann sagði okkur að það kosti 600 krónur nóttin fyrir manninn þar svo eitthvað kostar nú fermetrinn. En líklega er þetta ekki of mikið miðað við alla þá gæslu sem þarf að vera og tiltekt eftir svona skemmtanahald.

Sumir tala um að það sé ekki skynsamlegt að hafa skemmtun af þessu tagi inn í miðjum bæ en ég er ekki sammála. Ég held að hættulegast sé að hafa stórhátíðir langt frá heilsugæslu enda má gera ráð fyrir alskyns uppákomum. Hér á Akureyri hefur það sannast að mikilvægt er að hafa alla aðstoð innan seilingar þegar fólk slasast þá munar miklu að hafa allan viðbúnað.

Annars er best að það verði sem mest að gerast í landinu þessa helgi þannig að fólk dreifist sem mest. Mikilvægt er að allir komi heilir heim á líkama og sál.

kl. |Tilveran

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.