« Upp með hendur - niður með brækur! | Aðalsíða | Barnabarnið braggast »

Fimmtudagur 29. júlí 2004

Hvað er þetta???

Ég er búin að vera að mynda í fríinu og í gær tók ég mynd af örlitlu strái (um 15 cm á hæð) með skrýtnum skordýrum (það er hægt að stækka myndina með því að smella á hana). Ég er búin að leita alla blómabókina mína fram og til baka en finn ekki stráið sem er með litlum svörtum kornum sem við notuðum til að mála okkur í gamla daga. Ég kann heldur engin skil á litlu dýrunum í ástarleik á stráinu sem ég hélt reyndar að væri bara eitt dýr þegar ég horfði með berum augum en þegar myndin var komin í tölvuna sáust tvö. Veit einhver hvaða strá og hvaða skordýr þetta eru???

kl. |Ljósmyndun

Álit (9)

Ekki þekki ég nafnið á þessum lífverum en vildi gjarnan eiga svona myndavél. Ég finn ekki innfærsluna þar sem þú segir frá henni - hvar á ég að leita?

Laugardagur 31. júlí 2004 kl. 15:40

Ég veðja á móasef ... til vara á einhverja stör. Sjá http://www.floraislands.is/junctrif.htm (tekst ekki að gera linka í kommentið). Held að litlu kvikindin séu blaðlýs (fljúgandi afbrigðið, t.d. mjög alengt í Ásbyrgi).

Myndavélin súmmar ótrúlega vel!

Sunnudagur 1. ágúst 2004 kl. 21:36

Harpa:

Úbbs, virkar greinilega að skrifa inn HTML-kóða en virkaði ekki í Preview. Gasalega er ég klár ;-)

Sunnudagur 1. ágúst 2004 kl. 21:37

Harpa:

Eða sótstör, sjá http://linnaeus.nrm.se/flora/mono/cypera/carex/careatr.html ... er nú hætt að þykjast grasafræðibesserwisser og ætla að halda áfram að horfa á Friends (á minni prívat sófahátíð um verslunarmannahelgina ...)

Sunnudagur 1. ágúst 2004 kl. 21:41

Harpa,
takk fyrir hjálpina. Ég var búin að skoða báðar þessar tegundir og það stemmir ekki. Sótstör eru eins að því leiti að þau eru með þessa svörtu hnoðra sem maður getur sótað sig með og eru líka á þessu svæði. Sótið á þeim er neðar á legg strásins en þetta er efst og virðist vera þroskuð fræ. Nema þetta sé einhvert afbrigði.

Ég held hinsvegar að það geti vel verið að kvikindin séu fljúgandi blaðlýs þetta var svo örsmátt. Og nóg er af blaðlúsum í þessum trjáreit mínum:-(

Kær kveðja
Lára

Þriðjudagur 3. ágúst 2004 kl. 08:39

Hilda,

myndavélin mín er Fuji FinePix S7000

Þriðjudagur 3. ágúst 2004 kl. 08:41

Harpa:

Hm ... en ef þetta svarta eru líka einhverjar pöddur, á einhverju dormant stigi?

Þriðjudagur 3. ágúst 2004 kl. 11:32

He, he, nei, þetta eru fræ held ég. En það væri dálítið flott ef pöddur á frumstigi væru sótkúlur. Ég þarf greinilega að eignast pöddubók.

Annars sagði Jón Ingi vinur minn að pöddurnar væru grasflær sem mér finnst afar líklegt miðað við stökklappirnar á þeim. Þá er stráið bara eftir;-)

Kær kveðja
Lára

Miðvikudagur 4. ágúst 2004 kl. 08:43

Ég spurði Hörð Kristinsson hjá Náttúrufræðistofnun Íslands um hvaða strá þetta er og hann sagði þetta efsta hlutann af Þursaskeggi sem sýkt væri af sótsvepp. Svo nú vitum við það. Frábært að hafa góða sérfræðinga til að uppfræða mann;-)

Kær kveðja
Lára

Mánudagur 9. ágúst 2004 kl. 10:42

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.