« Fundur um öldrunarmál | Aðalsíða | Ný fín tönn »

Mánudagur 29. nóvember 2004

Hvað vil ég vinna við?

Nú er ég á því tímabili ævinnar að endurskoða hvað ég vinn við og hvað mig langar að gera. Ekki svo að skilja að ég hafi ekki velt því fyrir mér áður, síðast langaði mig að verða bíóstjóri þar til ég uppgötvaði að bíóstjóri hefur líklega ekkert að gera með hvaða mynd er í bíó. Ég er búin að vinna við það sama meira og minna frá því 1988 og því tími til kominn að huga að því hvort það sé e.t.v. eitthvað annað sem ég vildi heldur vera að vinna við. Öll góð ráð vel þegin - hvað væri nú snjallt fyrir mig að vinna við?


Annars var helgin fín, ég tók upp eitt lag á diskinn "Litla stúlka" sem Hrafnhildur Lára á eftir að syngja ofan í. Hún var mjög áhugasöm í gær þegar ég fór með upptökuna til hennar svo hún gæti æft sig. Við hjá Þekkingu vorum með jólaföndur og jólahlaðborð í kjallaranum á Sunnuhlíð og elduðum saman. Það var virkilega gaman og við Gísli vorum með bæði barnabörnin með okkur. Afspyrnu skemmtilegt að fara í ömmu og afaleik;-)

Skemmtunin á Broadway "Með næstum allt á hreinu" var mjög skemmtileg og gaman að hitta samstarfsfólkið úr FSN.

kl. |Tilveran

Álit (6)

Það er ágætt að byrja á því að lista niður hvað þú vilt EKKI vinna við - kannski verður bara eitt starf eftir...

Mánudagur 29. nóvember 2004 kl. 17:02

Hmmm, nei það er nú það, ég er til í svo óskaplega margt;-) en þetta er þó allavega byrjunin;-)

Kær kveðja
Lára

Mánudagur 29. nóvember 2004 kl. 17:06

Spyr eins og fávís kona: Hvernig væri að gerast húsmóðir? Baka kleinur og svoleiðis? (Honestly þá setti ég þetta komment bara inn til að stríða
þér ;-)

Neikvæða nálgunin (útilokunaraðferðin) gæti líka kannski skilað einhverju: Hvað viðhorf hefurðu til kleinubaksturs? Plúsinn er náttúrlega að eftir að hafa kvatt þessa jarðvist getur þú verið þessi kona sem kleinulyktin er af, á miðilsfundum. Það er ævinlega einhver svoleiðis kona á svoleiðis fundum, sem einhver kannast ævinlega við.

Bara svona tillaga ...

Mánudagur 29. nóvember 2004 kl. 18:35

Úff... þetta er stór spurning. Hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór? Ég veit það ekki enn og er ég þó orðinn nokkuð stór.
Ég lendi alltaf í því að spá í hvað ég kann og hvernig ég get hagnýtt mér það. Eins og einhver orðaði það: "að vera stór fiskur í lítilli tjörn". Hvað hefur maður fram að færa sem aðrir hafa ekki? Hæfileikar? Færni? Knowledge, Skills, Abilities and Other?

Mánudagur 29. nóvember 2004 kl. 21:15

Þú getur gert allt mín kæra...bara spurning um hvað þú vilt gera...útilokunarlistinn hljómar svona:
Að gera ekki neitt er út úr myndinni þar sem það er ekki þinn stíll

Að vera húsmóðir....ja af ofangreindum ástæðum:-)

ekki eitthvað sem þú þénar minna en pabbi....af ofangreindum ástæðum....

eitthvað sem hentar því hve listræn þú ert...já enn og aftur af ofangreindum ástæðum....

og helst eitthvað sem þú skilar einhverju til einhverra sem þurfa á því að halda, bætir samfélagið, tæknivætt, ferðalög og gefandi....að lokum af ofangreindum ástæðum....:-)

kannski eru djobbin sem þú ert í ekki svo slæm?!!?!?!?! ...

þín litla stelpa

Þriðjudagur 30. nóvember 2004 kl. 21:36

He, he, það verður ekki sagt að þú þekkir ekki mömmu þína stúlkan mín. Nei djobbin sem ég hef eru ekki svo slæm það er alveg satt en mikilvægt að eiga sína blúsdaga;-)

Þú ert nú annars þræluppörvandi!

Miðvikudagur 1. desember 2004 kl. 08:48

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.